Þekkingarsetur Iðntæknistofnunar starfar bæði sem verktaki og frumkvöðull að miðlun þekkingar. Þekkingarsetrið þróar og skipuleggur námskeið og vinnustofur í tengslum við atvinnulífið og aðra viðskiptavini. Þar er einnig unnið að hönnun, uppsetningu og frágangi náms- og kennsluefnis fyrir viðskiptavini. Ýmis verkefni eru einnig unnin í samstarfi við aðrar menntastofnanir og fyrirtæki samkvæmt samkomulagi.
Námsframboð Þekkingarseturs
Smelltu á tenglana hér að neðan til að kynna þér efni einstakra námskeiða og/eða skrá þig á þau.
Nokkur námskeið Þekkingarseturs eru haldin í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Breiðletruð námskeið hér að neðan hafa verið dagsett.
Þekking – hvar, hvernig og hvenær á þínum forsendum
Þekkingarsetrið býður fyrirtækjum, stofnunum og félögum upp á sérlausnir á sviði þekkingar. Meðal þjónustu á þessu sviði má nefna:
Gerð fræðslu- eða þekkingaráætlunar
Starfsfólk Þekkingarsetursins aðstoðar við gerð áætlana á sviði þekkingaruppbyggingar fyrir starfsfólk og starfrækslu þeirra. Ávalt er tekið mið af sérstökum þörfum bæði starfsmanna og fyrirtækis. Lögð er áhersla á að áætlanirnar séu auðveldar í framkvæmd og þekkingin sett fram á hagnýtan hátt.
Sérsniðin námskeið
Einn megin styrkleiki Þekkingarsetursins er að sérsníða námskeið fyrir tiltekna hópa hvort heldur um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða félög. Í öllum tilvikum fylgja vönduð námsgögn sem nýtast sem stuðningsefni fyrir þátttakendur á námskeiðunum við lausn einstakra viðfangsefna.
Hýsing námsefnis
Þekkingarsetur Iðntæknistofnunar býður leið fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja öflugt fræðslustarf á sama tíma og krafist er skilvirkni og sveigjanleika. Þjónustan gengur út frá því að Iðntæknistofnun taki að sér að halda utanum fræðslu eða hluta hennar. Í þessu getur m.a. falist þarfagreining, skráning, gerð námsgagna, kennsla, gerð viðurkenningarskjala og varðveisla gagna.
Markmiðið er að bjóða fyrirkomulag sem einfaldar utanumhald fræðslu innan fyrirtækja en gefur jafnframt tækifæri á að njóta samstarfs aðila sem sérhæfir sig í fræðslustarfi og hefur yfir að ráða þekkingu og hugbúnaði sem er sérsniðinn að þessum verkefnum.
Nánari upplýsingar má fá hjá starfsmönnum Þekkingarseturs Iðntæknistofnunar.