Viðburðir
« Fyrri mánuður Viðburðir í Janúar 2007 Næsti mánuður »
Sjá viðburði eftir Árum | Mánuðum | Dögum
VIRKJUM KRAFT KVENNA
Dagsetning: 11.1.2007 - Staðsetning: Hótel Nordica
Sölustjórnun - Greining og söluaðgerðir - Námskeið
Dagsetning: 18.1.2007 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Námskeiðið er ætlað sölufólki fyrirtækja og stofnana.
Í lok námskeiðsins eiga þátttakendur að þekkja til grundvallaratriða markaðsfræðinnar, geta beitt nútíma söluaðferðum og hafa öðlast þjálfun og þekkingu til að framkvæma söluaðgerðir í samræmi við sett markmið viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.
Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu námskeiðsins.
Stjórnun og rekstur mötuneytis - Námskeið
Dagsetning: 23.1.2007 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Námskeiðið er ætlað starfandi og verðandi stjórnendum mötuneyta hjá fyrirtækjum og stofnunum. Það hentar jafnt stjórnendum fjölmennra sem fámennra mötuneyta.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni og þekkingu til að stjórna og reka mötuneyti í samræmi við nútíma kröfur um næringu, hreinlæti, öryggi, gæði og hagkvæmni í rekstri.
Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu námskeiðsins.
Brautargengi í Reykjavík
Dagsetning: 24.1.2007 - Staðsetning: Hótel Loftleiðir
Brautargengi
Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur.
Vörustjórnun - Námskeið
Dagsetning: 30.1.2007 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem fást við innkaup og birgðahald. Það hentar einnig þeim sem hafa með höndum skipulagningu framleiðslu og vörudreifingu. Fjallað er sérstaklega um notkun strikamerkja í vörustjórnun.
Markmið námskeiðsins er að sýna fram á að með virkri vörustjórnun er hægt að ná umtalsverðum árangri í lækkun kostnaðar.
Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu námskeiðsins.
Innkaup og vörustjórnun í verslunum - Námskeið
Dagsetning: 31.1.2007 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa starfað að innkaupum og stjórnun vöruflokka í smásölu en jafnframt þeim er hafa hug á að stofna verslun eða stunda innflutning á vöru til dæmis frá fjárlægum slóðum.
Í lok námskeiðsins eiga þátttakendur að kunna skil á helstu atriðum innkaupa og kunna hagnýtar lausnir við mat flutningskostnaðar og öðrum kostnaði sem fellur á vöru frá því að innkaup eiga sér stað. Námskeiðið leggur megin áherslu á að hámarks virði náist í öllu vöruflæðinu frá innkaupum til afhendingar.
Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu námskeiðsins.