Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Iðntæknistofnunar

Örhúðun viðkvæmra efna

Heiti verkefnis:   Örhúðun viðkvæmra efna
Verkefnisnúmer:   1RÖ9001
Verkefnisstjóri:   Magnús Guðmundsson
Upphafsár:   1999
Lokaár:   2002
Fjármögnun:   Tæknisjóður Rannís og Matra
Samstarfsaðilar:  

Birting/kynning niðurstaðna

Skýrslur
Guðmundur Örn Arnarson. 2002. Hvað er örhúðun? Matur er mannsins megin 14 (1): 18-19.
Guðmundur Örn Arnarson.  2002. Microencapsulation using fish gelatin.  M.Sc. thesis, University of Iceland.

Lýsing á verkefni

Örhúðun (microencapsulation) er aðferð við að auka geymsluþol og bæta tæknilega eiginleika viðkvæmra efna, t.d. bragðefna, bætiefna, litarefna eða lyfja. Hún felst í því að litlum ögnum af efninu sem oftast er kallað kjarni, er pakkað inn í húð eða skel sem verndar það fyrir utanaðkomandi áhrifum, s.s. súrefni og ljósi. Kjarninn fær við þetta nýja eiginleika sem helgast af eiginleikum húðarinnar, verður t.d. auðleysanlegur í vatni ef húðin er vatnssækin.

Verkefnið fólst í því að rannsaka örhúðunareiginleika fiskgelatíns, sérstaklega við húðun viðkvæmra og óstöðugra efna, eins og litarefna, bragðefna og lýsis, og bera saman við hefðbundin gelatín. Jafnframt hefur verið byggður upp þekkingargrunnur um örhúðun með áherslu á afurðir eins og bragðefni, bætiefni og litarefni. Sérstaklega er litið til úðaþurrkunar sem aðferðar við örhúðun en hún er ein sú hagkvæmasta sem völ er á. Keyptur hefur verið úðaþurrkari fyrir rannsóknastofur og eru tilraunir framkvæmdar í honum. Gæði örhúðunarefna voru metin með því að skoða yfirborð hylkja í smásjá, mæla þránun lípíða, húðunarnýtingu og með skynmati.

Nánari upplýsingar um örhúðun er að finna hér.


Viðburðir

 «September 2007» 
sunmánþrimiðfimföslau
      1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30      

Póstlisti
Skráðu þig á póstlista Iðntæknistofnunar og fáðu fréttir af starfinu.

Leiðarkerfi


Slóðin þín:

Matra » Verkefni » Matvælatækni » Örhúðun

Stjórnborð

English web Hamur fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Senda þessa síðu

Flýtileiðir