Viðburðir
« Fyrri dagur Viðburðir þann 12. September 2007 Næsti dagur »
Sjá viðburði eftir Árum | Mánuðum | Dögum
Brautargengi
Dagsetning: 12.9.2007 - Staðsetning: Reykjavík
Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur
Brautargengi í Reykjavík.
Námskeiðið hefst 12. september 2007.Kennt er á miðvikudögum frá kl.12:30 -17:00 Verð: 45.000 kr.
Upplýsingar veitir Hallfríður Benediktsdóttir, [email protected] sími 570-7267.
Umsóknarfrestur til 26. ágúst.
Vaxtarsprotanámskeið
Dagsetning: 12.9.2007 - Staðsetning: Blöndós
Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Impra hafa gert samkomulag um nýtt stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja til fjölbreyttari atvinnusköpunar í sveitum landsins. Verkefnið hefur verið nefnt Vaxtarsprotar.
Verkefnið nær til landsins alls en unnið er innan ákveðinna svæða hverju sinni og verður verkefninu hrundið af stað á tveimur svæðum á árinu 2007. Þau svæði sem verkefnið mun beinast að á árinu 2007 eru annars vegar Suðurland og hins vegar Húnavatnssýslur og Strandir. Svæðin eru skilgreind með tilliti til starfssvæða ráðunautaþjónusta í landbúnaði en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við ráðunauta á hverju svæði sem og atvinnuþróunarfélög og/eða atvinnuráðgjafa.