Vefnám
Til að komast inn á vefsvæði viðkomandi námskeiðs þarf lykilorð sem skráðum námskeiðsþátttakendum er úthlutað. Umsjónarmaður viðkomandi námskeiðs tekur við skráningum og úthlutar lykilorðum. Veitir hann jafnframt nánari upplýsingar um námskeiðið sé þess óskað.
Athugið að þó svo að námskeiðstenglarnir hér að neðan séu bundnir lykilorðum þá eru námskeiðslýsingarnar öllum opnar.
Hér að neðan getur að líta þau námskeið sem boðið er upp á í formi vefnáms á þessari önn:
Umsjónarmenn fasteigna
Umsjónarmenn fasteigna
Markmið: Megin markmið þessa náms er að nemendur öðlist færni til umsjónar og eftirlits með öllu sem lýtur að umhirðu og öryggi nútíma fasteigna.
Nánari námskeiðslýsingu er að finna hér: Námskeiðslýsing.
Umsjónarmaður: Kristján Óskarsson, sími 570 7287, netfang [email protected].
Markviss upplýsingaleit á netinu
Markviss upplýsingaleit á netinu
Markmið: Að auðvelda fólki að nota Netið til að afla sér upplýsinga á fagsviðum. Áhersla er lögð á að þátttakendur geti notað veraldarvefinn til að flýta fyrir þekkingar- og upplýsingaöflun.
Nánari námskeiðslýsingu er að finna hér: Námskeiðslýsing.
Umsjónarmaður: Kristján Óskarsson, sími 570 7287, netfang [email protected].