markmið Þekkingarseturs
Þekkingarsetur Iðntæknistofnunar vinnur bæði sem verktaki og frumkvöðull að starfsfræðslu. Deildin þróar þannig, skipuleggur og rekur námskeið, tekur saman, gengur frá og gefur út náms- og kennsluefni á eigin vegum og fyrir kaupendur. Verkefni eru einnig unnin í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir samkvæmt samkomulagi.
Markmið
Markmið Þekkingarseturs Iðntæknistofnunar:
-
Að vera traustur og vel hæfur samstarfsaðili samtaka, fyrirtækja og yfirvalda um þróun og rekstur verkefna á sviði starfsmenntunar.
-
Að búa yfir þeim sveigjanleika í starfsháttum sem nauðsynlegur er á þessu starfsviði.
Gæðakerfi
Gæðakerfi Þekkingarseturs Iðntæknistofnunar nær til eftirfarandi þátta:
-
Meðferðar á fyrirspurnum og pöntunum
-
Skráningar á undirverktökum og upplýsingum um þá
-
Vinnslu námsefnis
-
Frágangs námsefnis
-
Móttöku viðskiptavina og viðurgjörnings
-
Kennslustjórnunar
-
Upplýsinga um þátttöku í námskeiðum
-
Söfnunar upplýsinga um mat viðskiptavina á þjónustunni
Forstöðumaður Þekkingarseturs Iðntæknistofnunar er Karl Friðriksson.