
Líftækni
Iðntæknistofnun hefur verið í broddi fylkingar á svið líftækni hér á landi undanfarinn áratug. Stofnunin hefur, í samvinnu við aðra, starfrækt Líftæknihús þar sem meðal annars líftæknideild stofnunarinnar var til húsa. Á grunni starfsemi deildarinnar var stofnað fyrirtækið Prokaria. Auk Porkaria hefur stofnunin komið að stofnun fyrirtækjanna Genís, Íslensk fjallagrös, Sprettur, Feyging og nú síðast í samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnaðarins fyrirtækið Orf í gegnum vettvanginn Líftæknistofu Keldnaholti.
Það er ásetningur stofnunarinnar að vinna frekari landvinninga á sviði líftækni. Tækifærin fyrir íslenskt atvinnulíf á þessu sviði eru óþrjótandi á sviðum eins og framleiðslu lyfja, efnaiðnaði og matvælaframleiðslu. Stofnunin mun nýta sér þverfaglega þekkingu starfsmanna sinna við að móta hagnýt verkefni í samráði við fyrirtæki og vísinda- og rannsókna samfélagið hérlendis og erlendis.
Leit
Flýtileiðir
