Gæðastefna
Það er stefna Iðntæknistofnunar að starfrækja vottað gæðakerfi sem uppfyllir kröfur ISO 9001. Gæðastefna Iðntæknistofnunar gagnvart viðskiptavinum og þjónustu sem stofnunin veitir er svohljóðandi:
Þjónusta
Í sérhverju verki leggjum við áherslu á fagleg vinnubrögð og jöfn gæði þjónustu. Viðskiptavinir Iðntæknistofnunar geta treyst því að þeir fái þá þjónustu sem samið hefur verið um.
Þekking
Menntun, þekking og færni starfsmanna eru lykill að velgengni Iðntæknistofnunar. Allir starfsmenn fá þjálfun í aðferðum gæðastjórnunar og áhersla er lögð á símenntun.
Ábyrgð
Við leggjum áherslu á mikilvægi starfsmanna með því að sýna þeim traust til góðra verka. Starfsmenn sýna ábyrga afstöðu og framkomu í samskiptum við viðskipavini og vinna störf sín af öryggi og trúmennsku.
Árangur
Í daglegri stjórnun leggjum við áherslu á skýr og mælanleg markmið og gott upplýsingaflæði milli stjórnenda og starfsmanna með hvatningu og fagleg vinnubrögð að leiðarljósi.
Gæðamarkmið
Gæðamarkmið sem eiga við stofnunina í heild eru eftirfarandi:
Verkefni skulu hafa skýr og mælanleg markmið sem sett eru í samráði við viðskiptavini. Í upphafi verkefna skal liggja fyrir verkbeiðni og/eða verkáætlun, þar sem markmið verks koma fram, hlutverk, ábyrgð og áætlað umfang.
Skýrslur eru unnar samkvæmt verklagsreglum gæðahandbókar þar að lútandi og undirritaðar af verkefnisstjóra. Skýrslur eru varðveittar í samræmi við reglur Iðntæknistofnunar um skjalavistun.
Aðbúnaður, umgengni og öryggismál á vinnusvæðum skulu uppfylla lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum auk þeirra krafa sem settar eru af yfirstjórn Iðntæknistofnunar.
Starfsmenn skulu hafa hlotið menntun og þjálfun á þeim sviðum sem þeir vinna á og að auki í þeim stjórnunaraðferðum sem þeim er ætlað að starfa eftir.
Endurmenntun. Í starfsmannaviðtölum er gerð áætlun um endurmenntun starfsmanna og skal henni fylgt nema hægt sé að rökstyðja breytingar á henni.
Þróun. Gerðar eru ráðstafanir til þess að aðlaga gæðakerfið að þeirri þróun sem verður í innra og ytra umhverfi stofnunarinnar þannig að gæðakerfi og gæðastjórnun svari á hverjum tíma þörfum starfseminnar.
Umbætur. Stöðugt skal unnið að umbótum á öllum sviðum starfsemi Iðntæknistofnunar þannig að þjónustan sé af tilætluðum gæðum.
Trúnaður. Að skráning og meðferð upplýsinga ásamt niðurstöðum sé ávallt í samræmi við þá samninga sem gerðir eru við viðskiptavini og starfsmenn.