Bókasafn og upplýsingamiðstöð
Bókasafn Iðntæknistofnunar er sérfræðisafn á þeim sviðum sem unnið er að á stofnuninni, til dæmis matvælatækni, umhveristækni, efnistækni og efnafræði.
Á bókasafnið eru keyptar bækur, tímarit og rafræn gögn á þessum efnissviðum.
Áhersla er lögð á að veita starfsmönnum aðgang að rafrænum upplýsingum og tekur Iðntæknistofnun þátt í að greiða fyrir landsaðgang að tímaritum og gagnasöfnum sem veittur er aðgangur að í gegnum hvar.is