Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Iðntæknistofnunar

Matvælarannsóknir keldnaholti

Innlend rannsóknaverkefni eru mjög stór hluti af starfsemi Matvælarannsókna Keldnaholti. Fyrst og fremst er um að ræða samstarfsverkefni við fyrirtæki í matvælaiðnaði, rannsóknastofnanir og háskóla.  Markmið verkefnanna er yfirleitt að leysa einhver tæknileg vandamál, sem fyrirtækin hafa ekki aðstöðu eða sérþekkingu til að leysa sjálf. Stefnt er að því að árangur verkefnanna skili sér til fyrirtækjanna innan tveggja til fjögurra ára. Nokkur verkefni eru ekki unnin í samstarfi við fyrirtæki, en þá er fyrst og fremst um að ræða uppbyggingu þekkingar eða hæfni á ákveðnum sviðum.

Erlend rannsóknaverkefni eru einnig mjög mikilvægur þáttur í starfseminni. Með þátttöku í slíkum verkefnum gefst sérfræðingum Matvælarannsókna tækifæri til þess að starfa náið með fremstu sérfræðingum Evrópu á einstökum afmörkuðum sviðum. Samstarfið leiðir til þess að ný þekking og tækni er flutt til landsins og miðlað til matvælafyrirtækja. Verkefni þessi standa yfirleitt í þrjú til fjögur ár og eru samstarfsverkefni aðila frá tveimur eða fleiri löndum. Á sviði matvælatækni hefur Iðntæknistofnun einkum tekið þátt í norrænum verkefnum, sem fjármögnuð eru af Norræna iðnaðarsjóðnum svo og Evrópuverkefnum, sem fjármögnuð eru af Evrópusambandinu. Í dag eru Matvælarannsóknir Keldnaholti í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í Evrópu í slíkum verkefnum.

Skoðið verkefnin hér til vinstri.


Viðburðir

 «September 2007» 
sunmánþrimiðfimföslau
      1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30      

Póstlisti
Skráðu þig á póstlista Iðntæknistofnunar og fáðu fréttir af starfinu.

Leiðarkerfi


Slóðin þín:

Árangur » Matvælarannsóknir

Stjórnborð

English web Hamur fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Senda þessa síðu

Flýtileiðir