
Með nýsköpun að leiðarljósi - Metnaður okkar er að bjóða ávallt bestu þekkingu og færni á þeim sviðum sem við störfum á og að starfsmenn séu virkir í vísindum og rannsóknum og skapi þannig nýjar víddir í þágu íslensks atvinnulífs.
Á Iðntæknistofnun er á hverjum tíma unnið að margvíslegum rannsóknum á sviði matvælatækni, efnistækni og umhverfistækni. Verkefnin eru ýmist unnin í samstarfi við innlend fyrirtæki, rannsóknastofnanir eða háskóla eða um er að ræða þáttöku í norrænum rannsóknaverkefnum sem fjármögnuð eru af Norræna iðnaðarsjóðnum og Evrópuverkefnum sem fjármögnuð eru af Evrópusambandinu
Til vinstri sérð þú lista yfir niðurstöður úr nokkrum rannsóknaverkefnum og á síðum hverrar deildar er fjallað ítarlegar um þessi verkefni og önnur verkefni sem enn eru í gangi.
Leit
Flýtileiðir
