Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Iðntæknistofnunar

Vetnissamfélagið Ísland

Iðntæknistofnun vinnur rannsókna- og þróunarverkefnum þar sem innlend og umhverfisvæn orka kemur í stað olíu og bensíns. Meðal þessara verkefna eru “Ectos” og “Natríumbórvetni til geymslu vetnis”. Þessum verkefnum er lýst frekar hér að neðan.

ECTOS - Vetnisvagnar í Reykjavík

ECTOS verkefnið er fólgið í rekstri á vetnisstöð og akstri strætisvagna sem ganga fyrir vetni og eru drifnir með efnarafölum. Jafnframt fara fram mælingar á umhverfisáhrifum og kannanir á viðtökum almennings við þessari nýjung.

Mat Iðntæknistofnunar á umhverfisáhrifum

Iðntæknistofnun vinnur einkum að umhverfisþætti verkefnisins með athugun á umhverfisáhrifum vagnanna og samanburði við aðra orkugjafa. Skoðað er hvernig vetnisvæðing getur breytt loftgæðum í borginni til lengri tíma litið.

Náin samvinna er við önnur tilraunaverkefni á þessu sviði sem eru í gangi í Evrópu. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér.

Natríumbórvetni til geymslu vetnis

Stöðugt er verið að leita hentugra geymsluaðferða vetnis (H2)  og er natríumbórvetni (NaBH4) áhugaverður kostur vegna þess hversu meðfærilegt og hættulaust það er.

 Iðntæknistofnun þróar framleiðsluferli

Í verkefninu er þekking Íslendinga á endurnýjanlegum orkugjöfum og efnaferlum nýtt til hönnunar framleiðsluferlis á natríumbórvetni. Unnið er með bandaríska hugmynd og framleiðslan aðlöguð íslenskum aðstæðum. Sérstaklega er horft til notkunar gufuaflsvirkjana í þessu tilliti. Auk þess er þróuð endurhleðsluaðferð á bórnum með tilliti til íslenskra aðstæðna, þar sem NaBO2 er breytt í NaBH4. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér.


Viðburðir

 «September 2007» 
sunmánþrimiðfimföslau
      1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30      

Póstlisti
Skráðu þig á póstlista Iðntæknistofnunar og fáðu fréttir af starfinu.

Leiðarkerfi


Stjórnborð

English web Hamur fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Senda þessa síðu

Flýtileiðir