Málmtækni
Efnis- og umhverfistæknideild leggur áherslu á að stunda rannsóknir og þróun í málmtækni í samvinnu við aðrar stofnanir, háskóla og fyrirtæki. Megináhersla síðustu ára hefur verið á sviði léttmálma, þ.e. áls, magnesíum og títan. Starfsmaður Málmgarðs hefur tekið virkan þátt í að koma á laggirnar og þróa ráðstefnu um skautsmiðjur álvera sem tvisvar hefur verið haldin í Reykjavík, fyrst í september 2001 og síðan í september 2003.
Nemendum og kennurum framhaldsskóla hefur verið boðið í heimsókn á svokallaðan léttmálmadag, þar sem ýmis atrið í sambandi við léttmálma hafa verið kynnt og einnig aðstaða til rannsókna og prófana hér á Iðntæknistofnun. Seinni hluta dagsins hafa gestirnir farið í heimsókn í álver Alcan á Íslandi hf. í Straumsvík og Málmsteypuna Hellu í Hafnarfirði.
Unnið er að rannsóknum á seigjárni í samvinnu við Málmsteypu Þorgríms Jónssonar ehf. og er verkefnið styrkt af Rannís. Viðfangsefnið er útfærsla á aðferð sem gerir kleift að styrkja hluti úr seigjárni á völdum stöðum (Staðbundin styrking seigjárns). Með því er hægt að auka líftíma hlutanna með því að styrkja þá staði sem verða fyrir mestri áraun.
Einnig er í gangi verkefni með Málmsteypunni Hellu þar sem unnið er að endurbótum á útsteypingu á álbronsi í þeim tilgangi að auka efnisgæði.