Vinnsla
Tækni í matvælaframleiðslu fleygir hratt fram og skiptir miklu máli fyrir framleiðendur að fylgjast vel með nýjungum í greininni. Sérfræðingar Matra fylgist vel með því sem er að gerast á sviði matvælavinnslu og hafa tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum á því sviði. Á meðal nýrra vinnsluaðferða sem rannsakaðar hafa verið hjá Matra er háþrýstimeðhöndlun, gerilsneyðing með rafsviðspúlsum og örhúðun (microencapsulation).