Markmið Efnis- og umhverfistæknideildar
- Að vera fremst á Íslandi á völdum sviðum innan efnis- og umhverfistækni.
- Áherslur og verksvið Efnis- og umhverfistæknideildar skulu á hverjum tíma endurspegla þörf íslensks iðnaðar fyrir þjónustu, rannsóknir og þróun á sviði efnis- og umhverfistækni. Ráðgjöf skal stuðla að betra efnisvali, vandaðri framleiðslu og hagvæmni.
- Á hverju áherslusviði myndar Efnis- og umhverfistæknideild hóp sérfræðinga og aðstoðarmanna sem leysa vandamál í samvinnu, bæði sín á milli og í samvinnu við iðnaðarfyrirtæki.
- Mörg verkefni eru einnig unnin í erlendu samstarfi í því augnamiði að auka tengsl og þekkingu íslenskra fyrirtækja út á við.