Air Opera - Stjórnun árangursríkra funda
Fram á sjónarsviðið er komin ný tækni til að virkja sköpunarhæfni hópa og fá þá til að komast að sameiginlegri niðurstöðu á fljótvirkan hátt. Aðferðin er upprunnin í Finnlandi og byggir á því að virkja alla þátttakendur og að allir fái tækifæri til að koma hugsunum sínum og hugmyndum á framfæri. Aðferðafræðin til að ná þessu byggir á ákveðnu vinnuferli sem hefur hlotið nafnið AIR-OPERA.
AIR-OPERA aðferðafræðin er notuð í mörgum af þekktustu fyrirtækjum Finnlands sem þekkt eru fyrir sköpununarhæfni og kröftuga vinnuhópa, t.d. Nokia og orkufyrirtækið Fortum. Ennfremur hafa mörg fyrirtæki utan Finnlands nú þegar tileinkað sér aðferðarfræðina með frábærum árangri.
Námskeiðið er ætlað stjórnendum, verkefnisstjórum, hópstjórum og í raun öllum þeim sem þurfa að stjórna hópstarfi þar sem komast þarf að niðurstöðu og/eða sameinast um leiðir að settu marki.
Við námskeiðslok hafa þátttakendur öðlast þekkingu og getu til að nýta AIR-OPERA aðferðafræðina til að ná fram sameiginlegum niðurstöðum, jafnvel í erfiðum hópum.
- Skilgreining á tæknilegum og huglægum forsendum
- Uppbygging AIR-OPERA ferlisins
- Hagnýt not AIR-OPERA
- Raunhæfar æfingar þátttakenda
Fyrirlestrar og æfingar í notkun AIR-OPERA.
Sævar Kristinsson, viðskiptafræðingur.
4 kennslustundir.
11.500
Hafið samband við Karl Friðriksson og/eða Jón Hreinsson ]ef nánari upplýsinga er þörf.
|