Viðburðir
« Fyrra ár Viðburðir árið 2006 Næsta ár »
Sjá viðburði eftir Árum | Mánuðum | Dögum
Átak til atvinnusköpunar - umsóknarfrestur til 20. febrúar
Dagsetning: 20.2.2006 - Staðsetning: Reykjavík
Styrkveitingar Iðnaðarráðuneytis undir merkjum
Átaks til atvinnusköpunar
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um Átak til atvinnusköpunar. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2006.
Átak til atvinnusköpunar veitir aðeins styrki til tvennskonar verkefna:
1. Verkefna sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu.
2. Verkefna sem eru skilgreind sem sérstök átaksverkefni ráðuneytisins.
Frekari upplýsingar fást hjá Impru í s. 570-7267, hjá atak@iti.is.
Nánar um Átak til atvinnusköpunar.
IRC Future Match - fyrirtækjastefnumót á CeBIT upplýsinga- og fjarskiptatæknisýningunni
Dagsetning: 20.2.2006
Evrópumiðstöð Impru stendur að fyrirtækjastefnumóti á CeBIT upplýsinga- og fjarskiptatæknisýningunni í Hannover, dagana 9. – 12. mars næstkomandi.
Fyrirtækjastefnumótið sem haldið er árlega og kallast IRC Future Match er skipulagt í samvinnu við samstarfsaðila í Evrópu.
CeBIT er stærsta sýning í Evrópu á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni og er haldin í mars ár hvert í Hannover. Samstarfsaðilar Evrópumiðstöðvar Impru standa fyrir fyrirtækjastefnumóti, s.k. "IRC Future Match", í tengslum við sýninguna og gefst íslenskum fyrirtækjum kostur á að taka þátt. Fyrirtækjastefnumótið er góð leið fyrir fyrirtæki, rannsóknastofnanir og háskóla til að komast í tæknisamstarf á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni.
Starfsmenn Evrópumiðstöðvar Impru aðstoða íslenska aðila við skráningu og þátttöku. Einnig er hægt að skrá sig til þátttöku beint á heimasíðu stefnumótsins á - http://www.futurematch.cebit.de.
Frumkvöðlastuðningur - umsóknarfrestur til 15. febrúar
Dagsetning: 2.3.2006 - Staðsetning: Landsbyggðin
Úthlutun Frumkvöðlastuðnings fer fram tvisvar sinnum á ári og er umsóknarfrestur auglýstur í hvert sinn. Fyrsta umsóknarfresti ársins lýkur 15. febrúar 2006, síðan er gert ráð fyrir að úthlutað verði úr Frumkvöðlastuðningi í október 2006. Styrkir eru veittir til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni og getur stuðningur við frumkvöðul numið allt að 400 þús. kr. gegn jafnháu framlagi styrkþega.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað.
Nýtt námskeið á Akureyri - Sóknarbraut
Dagsetning: 2.3.2006 - Staðsetning: Akureyri
Námskeiðið Sóknarbraut er átta vikna námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslu á markaðssetningu, stjórnun og fjármál.
Sóknarbraut hentar sérstaklega vel einstaklingum sem starfa sem stjórnendur í minni fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hug á að stofna eigið fyrirtæki eða hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd.
Fyrsta námskeiðið hefst 7. febrúar nk.
HT Wintersport: High Technologies Applied to Winter Sports New
Dagsetning: 2.3.2006
TECHNOLOGY RESEARCHERS AND DEVELOPERS WILL MEET IN TURIN
A FULL PROGRAMME OF SCIENTIFIC WORKSHOPS, DEMO SESSIONS AND BILATERAL MEETINGS
Taking the occasion of the Winter Olympic and Paralympic Games TORINO 2006 Centro Estero Camere Commercio Piemontesi, in collaboration with the Chamber of commerce of Turin in the frame of the ALPS IRC project, will organise a brokerage event related to Advanced Technologies applied to Winter and Mountain Sports.
The aim of the Event is to create possibilities for co-operation and technology transfer agreements among manufacturing companies and/or research centres. A series of 30-min bilateral meetings will be organised for each participant upon request.
YOU CAN BE EITHER A EUROPEAN COMPANY OR A RESEARCH CENTRE operating in the following specific technology sectors:
- Advanced materials for winter sport equipment
- Advanced textiles for winter sport clothing
- Technologies for telecommunications, localisation, safety and rescue applications in mountain sports
- Specific equipment and devices for practice of paralympic sports and use of disabled people in general
Nánari upplýsingar.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til þróunar á nýrri þjónustu eða vörum
Dagsetning: 2.3.2006 - Staðsetning: Landsbyggðin
Impra nýsköpunarmiðstöð á Akureyri auglýsir eftir umsóknum um styrk til þróunar í starfandi fyrirtækjum. Styrkurinn, sem er bæði faglegur og fjárhagslegur, á að styðja fyrirtæki í öllum atvinnugreinum á landsbyggðinni, til þess að þróa samkeppnishæfa þjónustu eða vöru fyrir innanlandsmarkað eða til útflutnings.
Tilgangur verkefnisins er:
- Að aðstoða fyrirtæki við stjórnun þróunarverkefnis
- Að vinna að faglegum úrlausnum við þróun markaðsmál
- Að koma þjónustu eða vöru á markað innan 18 mánaða
Stuðningur til fyrirtækja sem verða fyrir valinu getur numið að hámarki 1.500.000 kr. eftir eðli og umfangi verkefnis og er veittur gegn a.m.k. jafn háu framlagi styrkþega.
Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2006
Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Sigurður Steingrímsson, verkefnisstjóri, í síma 460-7972.
Vetni sem orkuberi, framleiðsla, geymsla og notkun vetnis
Dagsetning: 2.3.2006 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Vetni sem orkuberi, framleiðsla, geymsla og notkun vetnis eru lykilatriði í nýtingu vetnis hérlendis, hvort sem er í samgöngum eða til iðnaðarnota.
Iðntæknistofnun hefur undanfarna mánuði unnið svokallaðan vetnisvegvísi fyrir iðnaðarráðuneytið þar sem staða Íslands er skoðuð og metið hvar og hvernig rökrétt er fyrir Íslendinga að leggja áherslur.
Með þessu bréfi vil ég fyrir hönd skipuleggjenda bjóða þér til fundar um vegvísinn, von okkar er sú að á þessum fundi verði kynntar áherslur sem vonandi vekja upp umræður og að þetta skapi þannig grundvöll fyrir að endanleg útgáfa á vetnisvegvísi innihaldi sjónarmið sem flestra áhugaaðila um vistvæna orkugjafa.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26 janúar nk. á Iðntæknistofnun Íslands, Keldnaholti og hefst stundvíslega kl. 14.00
Dagskrá.
Fundarstjóri: Ingólfur Þorbjörnsson
14.00. Vetnisvegvísir og stefna stjórnvalda í vetnismálum.
Baldur Pétursson, Deildarstóri Iðnaðar og Viðskiptaráðuneyti.
14.15 Vegvísir um vetnismál
Guðbjörg Óskarsdóttir, Verkefnisstjóri Iðntæknistofnun.
14.45 Vetni og orkufyrirtækinn, vetnisvegvísirinn áherslur og framtíðarsýn.
Fulltrúi Landsvirkjunar.
Þorleifur Finsson, Sviðstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
15.00 Umræður um vetnisvegvísi.
16.00 Fundi slitið
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected]
Námskeið í stofnun og rekstri verslunar
Dagsetning: 2.3.2006 - Staðsetning: Reykjavík
Ef þú ert í verslunarrekstri og vilt ná enn betri árangri þá er þetta tækifærið til að fara í gegnum reksturinn og endurskoða starfssemina.
Ef þú hefur áhuga á að stofna og reka verslun þá er þetta tækifærið til að gera meta viðskiptahugmyndina og gera viðskiptaáætlun.
Á námskeiðinu verður fjallað um lykil árangursþætti við stofnun, rekstur og uppsetningu verslunar. Sérstök áhersla er lögð á vinnu með viðskiptatækifærið, gerð viðskiptaáætlunar og aðra áætlanagerð í tengslum við reksturinn.
Fyrir hverja?
Verslunareigendur, verslunarstjóra og alla þá sem hafa áhuga á að stofna og reka verslun.
Nánari upplýsingar og skráning
Verkefnastjórnun - lykill að árangri
Dagsetning: 2.3.2006 - Staðsetning: Reykjavík
Reynslan sýnir að aðferðir verkefnastjórnunar leiða til betri árangurs og markvissari vinnubragða í allri verkefnavinnu.
Á námskeiðinu er ítarlega fjallað um aðferðir verkefnastjórnunar og markmiðið er að þátttakendur geti beitt þeim af öryggi og fagmennsku að námskeiði loknu.
Fyrir hvern?
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja ná leikni í stjórnun og skipulagningu einstakra verkefna. Námskeiðið er sérstaklega áhugavert fyrir þá sem bera ábyrgð á eða stýra innleiðingu breytinga í fyrirtækjum.
Nánari upplýsingar og skráning
Straumlínustjórnun - Lean Management
Dagsetning: 2.3.2006 - Staðsetning: Reykjavík
Viltu hámarka virðisauka og lágmarka sóun í þínu fyrirtæki?
Auðvitað svarar þú játandi því þetta tvennt er meðal helstu áhrifaþátta í velgengni fyrirtækja.
Á námskeiðinu verður hugmyndafræði og helstu aðferðir straumlínustjórnunar kynntar. Aðaláhersla er lögð á kynningu 5S aðferðafræðinnar og beitingu 5S sem verkfæris til að koma á skipulögðum og öguðum vinnubrögðum.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað stjórnendum í fyrirtækjum og stofnunum sem vilja innleiða nýja hugsun og leggja grunn að markvissri og stöðugri vinnu með umbótaverkefni.
Nánari upplýsingar og skráning
Áætlanagerð, rekstrarviðmið og eftirfylgni
Dagsetning: 2.3.2006 - Staðsetning: Reykjavík
Þarft þú að skipuleggja tímann og tekjurnar sjálf/ur? Ef svo er þá er þekking á áætlanagerð afar mikilvæg fyrir þig!
En hvað er áætlun? Áætlun er lýsing á því hvernig á að ná settum markmiðum. Á námskeiðinu verður því fjallað um raunhæfa áætlanagerð á ýmsum sviðum til lengri eða skemmri tíma.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem stunda eigin atvinnurekstur eða þurfa á annan hátt að skipuleggja tíma sinn og tekjur sjálfir.
Nánari upplýsingar og skráning
Í fótspor McDonalds
Dagsetning: 2.3.2006 - Staðsetning: Reykjavík
Í fótspor McDonalds er stutt og markvisst námskeið í stofnun og rekstri sérleyfisfyrirtækja. Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á útrás og vexti eign fyrirtækja eða eru í leit að nýjum tækifærum. Efni námskeiðsins er einnig forvitnilegt öllu áhugafólki um verslun og viðskipti hér heima og erlendis.
Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast hæfni til að meta hvort sérleyfi hentar þeirra markmiðum og framtíðarsýn ásamt þekkingu á hvernig staðið er að stofnun og rekstri sérleyfiskerfisfyrirtækja.
Nánari upplýsingar og skráning
Stjórnun og rekstur mötuneytis
Dagsetning: 2.3.2006 - Staðsetning: Reykjavík
Hið sívinsæla námskeið í stjórnun og rekstri mötuneytis sem nú er haldið í sjöunda sinn, er ætlað starfandi og verðandi stjórnendum mötuneyta sem vilja efla sig í starfi og auka sjálfsstraustið. Námskeiðið hentar jafnt starfsfólki í fjölmennum sem fámennum mötuneytum.Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni og þekkingu til að stjórna og reka mötuneyti í samræmi við nútíma kröfur um næringu, hreinlæti, öryggi, gæði og hagkvæmni í rekstri.
Samtals hafa um 100 núverandi og verðandi stjórnendur mötuneyta sótt námskeiðið og kannanir okkar benta til að aukins sjálfstrausts og faglegs metnaðar þátttakenda.
Nánari upplýsingar og skráning
IRC Brokerage Event at MEDTEC 2006
Dagsetning: 8.3.2006
IRC Stuttgart-Erfurt-Zürich (Steinbeis-Europa-Zentrum) will organise the second consecutive IRC Brokerage Event at MEDTEC 2006 in Stuttgart on 8th March 2006. The MEDTEC Show itself takes place in Stuttgart from 7. - 9. March 2006 (www.medtecshow.com).
MEDTEC is mainland Europe’s only dedicated medical device manufacturers suppliers exhibition where design and manufacturing professionals from the medical device industry can source new technologies and suppliers. Over 5,000 such professionals attended the 2005 exhibition.
IRC Stuttgart-Erfurt-Zürich will organise a medical technologies brokerage event during the MEDTEC 2006 on 7-9 March in Stuttgart, Germany. Companies, research institutes and universities operating in the medical devices sector who are interested in transnational co-operation are invited to participate in the MEDTEC 2006 brokerage event. At the brokerage event companies and research institutes will have the opportunity to make contact with potential partners to discuss business partnerships.
Waste-to-Energy Seminar and Brokerage Event
Dagsetning: 8.3.2006
IRC Enterprise Ireland will organise a Seminar and Brokerage Event, focused on Waste-to-Energy technologies, in association with the Irish Water, Waste and Environment (IWWE), and the Irish Recycling & Waste Management (IRWM), Exhibitions on March 8th and 9th 2006 in Dublin, Ireland.
Companies and research institutes that have interests in the development and commercialisation of technolgies associated with the processing and conversion of waste-to-energy, are invited to participate in the search for transnational cooperation partners at this event.
At the Brokerage Event, the organisations will have the opportunity to register their specific technology offer or request interests, in order to meet with potential partners for technology transfer and commercial agreements.
Topics covered at the event will include:
- Waste collection, handling and transportation
- Waste classifciation, separation and segregation
- Thermal treatment, gasification, incineration and pyrolysis
- Sterilisation, passivation
- Anaerobic digestion, biogas
- Biomass, refuse derived fuels, biodiesel
- Treatment Systems for: municipal waste, industrial waste, agricultural, medical waste, hazardous/toxic waste
- Measurement and monitoring equipment, test kits, remote monitoring, risk management.
The topic Waste-to-Energy combines the activities of two IRC Thematic Groups - Environment and Renewable Energy, in their efforts to further transnational technology cooperation.
Nánari upplýsingar er að finna hjá Evrópumiðstöð Impru.
IRC Future Match 2006
Dagsetning: 9.3.2006
On the occasion of CeBIT 2006, the world's leading fair for information and communication technologies, IRC Lower Saxony/Saxony-Anhalt with the support of IRC Northern Germany and the ICT TG of the IRC Network will again organise the brokerage event IRC FUTURE MATCH. The aim is to help exhibitors and visitors of the fair to find partners in Europe for technology-oriented partnerships. Companies, universities and research institutes in the ICT sector are invited to use this platform to establish new cross-border contacts for future collaboration. The dates of the fair are 9-15 March 2006 and the brokerage event will last from 9-11 March plus one additional as a kind of backup capacity on 12 March. However, the stand will be available for bilateral meetings during the whole week, on individual request of both parties.
Additionally, thematically focussed round-table meetings for up to 10 persons each will be organised on 12 and 13 March. Also, an interesting programme with presentations will be offered at the forum FUTURE TALK. The topics will be announced on the event's website.
Participation in the event is free of charge. Participants will only have to pay the entrance fee to the fair. IRC FUTURE MATCH 2006 takes place again in hall 9 within the future park area. Further elements are the communications forum FUTURE TALK and the exhibition area FUTURE MARKET. (Further information at: http://www.cebit.de/futureparc_e )
Online registration facilities and a pdf-flyer will be available the 1st of December 2005. The event's Website is: http://www.futurematch.cebit.de
Deadlines:
- Online registration: 1st December 2005 - 13th February 2006
- Meeting requests: 20th February
- Confirmation of meetings: 24th February
- Meeting schedules (first version): 1st March
Nánari upplýsingar fást hjá Evrópumiðstöð Impru.
TECNOMUEBLE 2006 - Furniture Brokerage Event
Dagsetning: 13.3.2006
IRC CENEMES (Instituto de Fomento de la Region de Murcia), CETEM (Furniture and Wood Technological Centre of Region Murcia) and AREMA (Regional Association of Wood’s Enterprises) will organise on 13th and 14th March 2006 a Brokerage Event in the frame of II Forum for Co-operation and Technological Transfer in the Furniture Sector, which will run in parallel to the celebration of the 45th Furniture Fair in Yecla, Murcia.
The principal objective is to promote and facilitate contacts between furniture sector enterprises at national and European level, with the purpose of carrying out agreements of enterprise co-operation and technological transfer that contributes to improving their competitiveness;
In this event will take place the following acts:
- Brokerage event between Spanish enterprises and other countries of Europe
- Technical reports about some different kinds of enterprise cooperation that will be carried out by experts in industrial cooperation
- Exhibition of innovating production systems, advanced machinery and emergent technologies, with application or applicability to said sector
This event is targeted to: manufacturers and/or dealers of: upholstery for furniture, raw materials for 1st transformation (boards, panels, veneer, etc), furniture and upholstered furniture, specific machinery for furniture and wood sectors, auxiliary components (ironworks, adhesives, varnishes, etc); subcontractors of different furniture manufacture processes; providers of different kinds of services, such as carriage, design, etc.
Schedule: 20th February: Deadline for registration and collection of profiles online; 28th February: Deadline for booking appointments for bilateral meetings.
Costs: the brokerage event costs 80 € per person, payable in advance by means of bank transfer. The fee covers all catering services in the brokerage event, translation services and lunch (only first day).
Nánari upplýsingar eru hjá Evrópumiðstöð Impru.
Í takt við tímann?
Dagsetning: 17.3.2006 - Staðsetning: Nordica Hótel (fyrrum hótel Esja) frá kl 13-16:00
Í takt við tímann? Staða nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar á Íslandi
Málþing haldið á Nordica Hótel (fyrrum hótel Esja) frá kl 13-16:00
föstudaginn 17.mars
Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þátttaka tilkynnist til Rósu Gunnarsdóttur í [email protected]
Fundarstjóri Dr Rósa Gunnarsdóttir
Dagskrá:
13:00 Setning: Svanborg R Jónsdóttir formaður Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.
13:10 Skapandi starf á leikskólastiginu:
Svala Jónsdóttir lektor í Kennaraháskóla Íslands.
13:30 Nýsköpunarmennt á grunnskólastigi:
Svanborg R Jónsdóttir: Staða nýsköpunarmenntar á grunnskólastigi.
Lóa Kr Guðmundsdóttir nýsköpunarkennari í Foldaskóla og nemendur segja frá nýsköpunarmennt í Foldaskóla.
Harpa Magnúsdóttir nýsköpunarkennari í Njarðvíkurskóla segir frá reynslu sinni af nýsköpunarkennslu.
Guðrún Þórsdóttir skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur : Nýsköpun í náttúrunni.
14:00 Frumkvöðlamennt á framhaldsskólastigi:
Kynnir: Steinhildur Hildimundardóttir Flensborgarskóla
Gunnar Jónatansson segir frá starfsemi Junior Ahcievement á Íslandi.
Björn Gíslason verkefnisstjóri hjá Impru nýsköpunarmiðstöð segir frá verkefninu Ungir frumkvöðlar.
14:30-14:50 kaffihlé
14.50 Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á háskólastigi:
Örn Daníel Jónsson prófessor í viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands.
15:30 – umræður
Málþinginu verður slitið kl 16:00
Málþingið er styrkt af Impru nýsköpunarmiðstöð
MariMatch II - International Marine Brokerage Event
Dagsetning: 21.3.2006
The 2nd International brokerage event MariMatch at the world's largest marine science and ocean technology meeting - Oceanology 2006 - is a platform that enables initial contact between potential technological partners specialised in the broad field of marine technology, with a focus on Kiel (Germany), Brest (France) and Gdansk (Poland). At the heart of MariMatch lies the targeted matching of complementary technology partners, who can exchange ideas confidentially, face-to-face and on neutral ground.
The principle is as simple as it is effective. The participants register their company and technology profiles online at www.marimatch.net before the beginning of the brokerage event. The profiles are then published in an online catalogue. Those in need of support in a specific technological field can find a suitable partner in the catalogue and book a meeting with them at the fair. The meetings will be arranged decentrally, i.e. they will take place at the booths of the participating companies. Well in advance of MariMatch, each participant will receive a meeting schedule. The subject of these meetings should be technical cooperation, licensing agreements, joint research projects, joint ventures or commercial agreements with technical support.
Online registration facilities will be available the 1st of December 2005. The event's Website is: http://www.marimatch.net
Background
The brokerage event MariMatch is a sub-project of InterMareC which is part of the European Community Initiative INTERREG IIIC programme. This programme is designed to support economic and social cohesion in the involved regions Schleswig-Holstein (Germany), Bretagne (France) and Pomerania (Poland) by promoting interregional (C) co-operation.
MariMatch is designed for companies and research institutes specialised in the broad field of marine technology. The brokerage event MariMatch is free of charge and is open for all European countries.
Nánari upplýsingar eru hjá Evrópumiðstöð Impru.
Healthcare and Biopartnering Event - BioWales 2006
Dagsetning: 23.3.2006
HEALTHCARE AND BIOPARTNERING EVENT AT BIOWALES 2006
BioWales is the annual signature event for the Welsh bioscience sector. The event will be held on 23-24 March 2006 in the prestigious Vale Hotel Golf and Spa Resort, Cardiff, UK. The event will run over 2 days and will showcase and raise awareness of the Welsh bioscience sector to a commercial and academic audience, attracting world-class speakers, researchers and companies. To register for the event and see the full programme please visit www.wda.co.uk/biowales
Companies and academics will also have the opportunity to network and identify new business opportunities via the BIOPARTNERING event including a presence from the EU Medical Technologies Thematic Group (MTTG), which will run alongside the conference.
The benefits of the partnering event could be:
- To find new technologies or promote your own
- To network and find new business partners to develop your ideas
- To meet companies and academics from Wales, UK and Europe
- To promote your know-how and expertise
- To find out more about the bioscience sector in Wales, UK and Europe
The partnering event will provide delegates with the opportunity to meet potential business partners in pre-arranged meetings, discuss collaboration and technology transfer.
The business benefits could be many...
BioWales 2006 hosted over 130 one-to-one meetings with many successful interactions. If you would like to submit a technology profile for the 2006 catalogue the deadline is 20 February 2006. Please complete the on-line profile form or contact the Wales Relay Centre, details below.
Nánari upplýsingar eru hjá Evrópumiðstöð Impru.
FinMed 2006 Partnering Event
Dagsetning: 28.3.2006
IRC Finland and Tekes will organise together with the IRC Network a two-day partnering event on March 28th and 29th, 2006 at the FinMed 2006 conference.
FinMed 2006 - the 2nd International Conference on Bioreactor Technology in cell, tissue culture and biomedical applications will be held in Saariselkä, Lapland, Finland from 27 to 31 March, 2006. This year the additional theme for the conference is molecular farming, which is a fast-growing application in the production of high-value proteins in plants using conventional agricultural technology. More information about the conference www.biobien.com.
The partnering event is an interface between research and the private sector allowing new technologies, processes, patents and licenses to be offered and experiences in financing, production, marketing and distribution to be requested, thus bringing compatible partners together. The participants will have the opportunity to get to know selected partners during individual discussions, which aim to pave the way for future co-operation.
The FinMed 2006 partnering event is the ideal environment for:
- Enterprises offering and/or using innovative technologies
- Enterprises that are looking for expertise and know-how in the areas of production, marketing and distribution or wish to provide this knowledge to others
- Scientists and research institutes offering application-oriented research results
- Start-ups
- Investors
For the FinMed 2006 Partnering Event a catalogue of company profiles and technology offers and requests will be available electronically and will allow participating companies and organisations to organise their individual meetings in advance.
The FinMed 2006 Partnering Event will be free of charge. Those who want to participate the FinMed 2006 Conference only during the Partnering Event, will find a separate conference package for 28th and 29th March on the Web page of the conference.
Nánari upplýsingar eru hjá Evrópumiðstöð Impru.
Seed Forum Iceland
Dagsetning: 29.3.2006 - Staðsetning: Reykjvaík 26.apríl 2006
Seed Forum Iceland í Reykjavík í apríl 2006.
Hér á þessari vefslóð er að finna allar nánari upplýsingar.
Nordic Playground
Dagsetning: 18.4.2006 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Evrópumiðstöð
Eitt af markmiðum Nordic Playground er að draga fram og dreifa þekkingu milli þátttakenda og er það m.a. gert með því að halda vinnufundi og ráðstefnur. Nú er fyrirhugað að halda vinnufund á vegum Nordic Playground hér á landi og munu Thomas Duus Henriksen frá Learning Lab Denmark og Jesper Donnis frá IO Interactive miðla fundargestum af reynslu sinni af tölvuleikjagerð. Fundurinn verður haldinn á Iðntæknistofnun þann 18. apríl nk. Nánari dagskrá verður birt síðar.
Hannover Technology Co-operation Event 2006
Dagsetning: 24.4.2006
The Hannover Technology Co-operation Event 2006 will be a brokerage event for Energy Technologies in the frame of the Hannover Industrial Fair (Hannover Messe 2006), the world-leading fair for all industrial topics. 300.000 visitors from all over the world use this market place for organising their business.
In 2006, the Hannover Industrial Fair takes place from 24 to 28 April 2006. Main topic of the Hannover Messe 2006 will be Energy.
Within the fair IRC Lower Saxony/Saxony-Anhalt together with its partners will organise a Co-operation-Event for the fifth time.
Because of the wide range of interesting topics, the organisers are focusing on ENERGY TECHNOLOGIES.
Related technologies are:
- Renewable Energy Technologies
- Hybrid Systems
- Energy transmission, distribution
- Mesurements and testings
- Process engineering in this field
ENERGY is a Part fair of the bigger Hannover fair and will show the wide range of technologies in this field. Please have a look here:
www.energy-hannover.com
Nánari upplýsingar eru á Evrópumiðstöð Impru.
NOPEF
Dagsetning: 26.4.2006 - Staðsetning: Borgartúni 35, 6 hæð
Kynningarfundur á Norræna verkefnaútflutningssjóðnum NOPEF. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku norrænna fyrirtækja í verkefnum á alþjóðavettvangi. Sjóðurinn veitir norrænum fyrirtækjum hagstæð, vaxtarlaus lán og styrki til undirbúnings verkefna erlendis. Starfssvæði sjóðsins er heimurinn allur utan evrópska efnahagssvæðisins, með sérstaka áherslu á Eystrasaltsríkin, Norðvestur - Rússland, Kaliningrad og Pólland.
IB Sönnerstad svæðisstjóri fyrir Ísland og Danmörku heldur stutta kynningu miðvikudaginn 26. apríl kl 8:15- 10:00 að Borgartúni 35, 6 hæð.
26. APRÍL ALÞJÓÐLEGUR DAGUR HUGVERKARÉTTAR
Dagsetning: 26.4.2006 - Staðsetning: Skúlagata 35, Reykjavík
26. APRÍL ALÞJÓÐLEGUR DAGUR HUGVERKARÉTTAR
Í tilefni af alþjóðlegum degi hugverkaréttar 26. apríl n.k. býður Einkaleyfisstofan til eftirfarnandi kynninga. Fyrirlestrarnir verða í húsnæði Einkaleyfisstofunnar að Skúlagötu 63, Reykjavík frá kl. 13 – 15. Allir velkomnir.
- Espacenet ganabanki einkaleyfa – Einar Örn Hreinsson
- Nauðungarleyfi vegna útflutning lyfja til þróunarríkja og ríkja sem stríða við alvarlegan heilbrigðisvanda (sbr. Ákvörðun aðalráð WTO frá 30. ágúst 2003) – Grétar Ingi Grétarsson
- Upplýsingasetur um einkaleyfi á Íslandi – Ágúst H Ingþórsson
- Alþjóðasamningur á sviði vörumerkja (TLT) – Borghildur Erlingsdóttir
Sókn til atvinnusköpunar Í Hornafirði
Dagsetning: 26.4.2006 - Staðsetning: Höfn í Hornafirði
Sókn til atvinnusköpunar Í Hornafirði
Skapandi greinar
Málþing þann 26. apríl kl 13.00 til 17.00
Dagskrá verður birt síðar en á málþinginu verður m.a. fjallað um hugmyndafræði og kenningar í tengslum við skapandi atvinnugreinar, Miklagarð - hlutverk og möguleika, atburðaferðamennsku, klasasamstarf og greining á möguleikum skapandi greina á Hornafirði.
Seed Forum Iceland
Dagsetning: 27.4.2006 - Staðsetning: Reykjavík 27. apríl 2006
Seed Forum Iceland verður haldið í Reykjvík þann 27. apríl 2006. Allar frekari upplýsingar er að finna á þessari netslóð:
Fyrirtækjastefnumót
Dagsetning: 9.5.2006 - Staðsetning: Brussel
Fyrirtækjasefnumótið er í tengslum við European Seafood Exposition sem verður 9.-11. maí í Brussel í Belgíu.
Stefnumótið sjálft verður þann 10. maí.
Ársfundur Iðntæknistofnunar
Dagsetning: 17.5.2006
Ársfundur Iðntæknistofnunar frá kl. 8:00-10:30
Fyrirtækjastefnumót
Dagsetning: 31.5.2006 - Staðsetning: Tromsö
Fyrirtækjastefnumótið verður í Noregi í tengslum við Seafoodplus ráðstefnu sem haldin verður í Tromsö í Noregi 30.-31. maí nk.
Fyrirtækjastefnumótið sjálft verður 31. maí.
Nánari upplýsingar veitir [email protected]
Námskeið fyrir Þáttakendur í 7. rammaáætlun
Dagsetning: 4.7.2006 - Staðsetning: Reykjavík
Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. heldur námskeið fyrir væntanlega þátttakendur í 7. rannsóknaáætlun ESB sem mun auglýsa eftir umsóknum í byrjun árs 2007.
Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 4. júlí, kl. 9.00-15.00, í stofu 101í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2.
Rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun er stærsta rannsóknaáætlun sem Ísland á aðild að. Í janúar 2007 opna fyrstu umsóknafrestir en áætlunin hefur yfir 54 milljarða evra til ráðstöfunar í rannsókna- og þróunarverkefni til ársins 20013.
Af þessu tilefni standa Rannís, Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands, Rannsóknaþjónusta Háskólans í Reykjavík og IMPRA fyrir námskeiði um hvernig vísindamenn, fyrirtæki og stofnanir geta undirbúið þátttöku í áætluninni.
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd., eftirsóttur ráðgjafi á þessu sviði sem unnið hefur fyrir marga af helstu háskólum í Evrópu, rannsóknastofnanir og ráðuneyti sem fara með stefnumörkun í vísindum og tækni.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Þátttökugjald er kr. 25.000. Innifalið eru námskeiðsgögn og veitingar. Frestur til að skrá sig er 30. júní 2006.
Skráning fer fram hjá Ásu Hreggviðsdóttur í síma 515 5811 eða með tölvupósti á [email protected]
Dagskrá:
1. Yfirlit yfir 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins
2. Markmið áætlunarinnar og bakgrunnur
3. Undirsvið 7. rannsóknaáætlunar ESB
4. Tegundir verkefnisstyrkja
5. Hlutverk evrópskra tæknivettvanga (Technology Platforms)
6. Grunnrannsóknir í 7. rannsóknaáætlun ESB
7. Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB
8. Þín stefnumörkun fyrir 7. rannsóknaáætlun ESB
Vinnuvélanámskeið á Egilsstöðum
Dagsetning: 23.8.2006 - Staðsetning: Austrasalur við Tjarnarbraut
Námskeiðið er réttindanám til stjórnunar vinnuvéla og er því ætlað að búa nemendur undir bóklegt próf og verkþjálfun til að öðlast réttindi til að stjórna vinnuvélum.
Helstu áherslur: Beiting og virkni algengustu vinnuvéla; öryggisatriði, öryggiskröfur og aðrar opinberar og siðferðilegar kröfur varðandi starf vinnuvélstjóra. Undirstöðufræðsla um vökvakerfi, aflvél og drifrás. Notkun stjórnendahandbóka.
Nánari upplýsingar og skráning.
Vinnuvélanámskeið í Reykjavík
Dagsetning: 24.8.2006 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Námskeiðið er réttindanám til stjórnunar vinnuvéla og er því ætlað að búa nemendur undir bóklegt próf og verkþjálfun til að öðlast réttindi til að stjórna vinnuvélum.
Helstu áherslur: Beiting og virkni algengustu vinnuvéla; öryggisatriði, öryggiskröfur og aðrar opinberar og siðferðilegar kröfur varðandi starf vinnuvélstjóra. Undirstöðufræðsla um vökvakerfi, aflvél og drifrás. Notkun stjórnendahandbóka.
Nánari upplýsingar og skráning.
Frumkvöðlastuðningur
Dagsetning: 29.8.2006 - Staðsetning: Landsbyggðin
Impra nýsköpunarmiðstöð auglýsir nú eftir umsóknum af landsbyggðinni um frumkvöðlastuðning og er umsóknarfrestur til 15. september. Markmið Frumkvöðlastuðnings er að styðja nýsköpunarhugmyndir einstaklinga og smærri fyrirtækja á landsbyggðinni með því að veita styrki til ýmissa verkefna sem stuðla að framþróun viðskiptahugmynda. Verkefna er leitað á fjölmörgum sviðum svo sem vegna nýnæmisathugana, einkaleyfisumsókna, viðskiptaáætlana, hönnunarverndar, hagkvæmnisathugana, þróunar og prófana. Ef þú ert með viðskiptahugmynd sem leitt getur til nýsköpunar í íslensku atvinnulífi þá er frumkvöðlastuðningurinn eitthvað fyrir þig.
Þróun í starfandi fyrirtækjum
Dagsetning: 29.8.2006 - Staðsetning: Landsbyggðin
Þróun í starfandi fyrirtækjum
Umsóknarfrestur til 22. september
Impra nýsköpunarmiðstöð auglýsir nú eftir umsóknum af landsbyggðinni í verkefnið Þróun í starfandi fyrirtækjum.
Markmið verkefnisins er að veita fyrirtækjum aðstoð við að þróa þjónustu eða vöru á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Styrkir eru veittir til þróunar hjá starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni og fá þátttakendur faglegan og fjárhagslegan stuðning við þróunina og er markmiðið að koma samkeppnishæfri þjónustu eða vöru á markað innan 18 mánaða frá upphafi verkefnisins.
Brautargengi
Dagsetning: 9.9.2006 - Staðsetning: Borgarnes- helgin 9.-1. sept
Brautargegni - landsbyggðin
Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur.
Námskeiðið fyrir landsbyggðina hefst helgina 9-10 sept. í Borgarfirði, síðan verður kennt einu sinni í viku á eftirfarandi stöðum á landinu:
Akureyri: Fimmtudagar frá kl. 12:30-17:00. (fyrst 14/09/06)
Hólmavík: Þriðjudagar frá kl. 12:30-17:00. (fyrst 12/09/06)
Vík í Mýrdal: Fimmtudagar frá kl. 12:30-17:00 (fyrst 14/09/06)
Sóknarbraut
Dagsetning: 12.9.2006 - Staðsetning: Akureyri
Sóknarbraut
Sóknarbraut er átta vikna námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslu á markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Markmiðið er að veita þátttakendum hagnýta menntun og stuðning sem hvetur þá til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og nýta þau tækifæri sem eru til staðar. Menntunin fer fram á fræðilegum og faglegum grunni og á námstímanum vinna þátttakendur að ákveðnu verkefni.
Brautargengi
Dagsetning: 12.9.2006 - Staðsetning: Hólmavík
Brautargengi
Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur.
Kennsla hefst á Hólmavík
Brautargengi
Dagsetning: 13.9.2006
Brautargengi - í Reykjavík
Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur.
Sölustjórnun - Námskeið
Dagsetning: 13.9.2006 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Námskeiðið er ætlað sölufólki fyrirtækja og stofnana.
Markmið: Að þátttakendur þekki grundvallaratriði markaðsfræðinnar, geti beitt nútíma söluaðferðum og öðlist þjálfun og þekkingu til að framkvæma söluaðgerðir í samræmi við sett markmið viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.
Nánari upplýsingar og skráning.
Brautargengi
Dagsetning: 14.9.2006 - Staðsetning: Akureyri
Brautargengi
Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur.
Kennsla hefst á Akureyri.
Brautargengi
Dagsetning: 14.9.2006 - Staðsetning: Vík í Mýrdal
Brautargengi
Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur.
Kennsla hefst í Vík í Mýrdal
Mannauðsstjórnun fyrir millistjórnendur - Námskeið
Dagsetning: 27.9.2006 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa mannaforráð og reynslu í stjórnun. Jafnframt er gott ef þátttakendur hafa sótt önnur stjórnunarnámskeið.
Markmið: Að þátttakendur þekki helstu aðferðir við nútíma stjórnun og geti nýtt sér ýmis form og eyðublöð sem hjálpartæki við stjórnun.
Nánari upplýsingar og skráning.
Verkstjórnarnámskeið
Dagsetning: 9.10.2006 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Starfsnám fyrir starfandi og verðandi verkstjórnendur, 100 st. nám með verkefnum og æfingum.
Markmið: Að þátttakendur læri og temji sér hagnýtar aðferðir í stjórnun og samskiptum, þekki formlega stöðu og ábyrgð verkstjóra gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu. Í öðru lagi að þátttakendur geti tekið á málum er varða fyrirtækið og starfsfólk á markvissan og uppbyggjandi hátt.
Nánari upplýsingar og skráning.
Átak til atvinnusköpunar
Dagsetning: 13.10.2006 - Staðsetning: Reykjavík og landsbyggðin
Umsóknarfrestur vegna umsókna um Átak til atvinnusköpunar rennur út.
Leiðbeinandinn, kynning og framsögn - Námskeið
Dagsetning: 18.10.2006 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Leiðbeinendanámskeið eru ætluð leiðbeinendum í atvinnulífinu og öðrum sem þurfa að halda kynningar, fræðslufundi og námskeið á vinnustað eða í félagsstarfi.
Námskeiðið snýst um grundvallaratriði kennslufræðinnar og framsetningu upplýsinga. M.a. er fjallað um gerð kennsluáætlana, markmiðssetningu, kynningar- og kennsluaðferðir, framkomu, tjáningu og framsögn, notkun sjónrænna hjálpargagna og kynningar-/kennsluumhverfi.
Verkstjórnarnámskeið
Dagsetning: 6.11.2006 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Starfsnám fyrir starfandi og verðandi verkstjórnendur, 100 st. nám með verkefnum og æfingum.
Markmið: Að þátttakendur læri og temji sér hagnýtar aðferðir í stjórnun og samskiptum, þekki formlega stöðu og ábyrgð verkstjóra gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu. Í öðru lagi að þátttakendur geti tekið á málum er varða fyrirtækið og starfsfólk á markvissan og uppbyggjandi hátt.
Nánari upplýsingar og skráning.
Vörustjórnun - Námskeið
Dagsetning: 8.11.2006 - Staðsetning: Iðntæknistofnun
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem fást við innkaup og birgðahald. Það hentar einnig þeim sem hafa með höndum skipulagningu framleiðslu og vörudreifingu. Fjallað er sérstaklega um notkun strikamerkja í vörustjórnun.
Markmið námskeiðsins er að sýna fram á að með virkri vörustjórnun er hægt að ná umtalsverðum árangri í lækkun kostnaðar.
Nánari upplýsingar og skráning.
Stofnun og rekstur smáfyrirtækja
Dagsetning: 18.11.2006 - Staðsetning: Reykjavík
Stofnun og rekstur smáfyrirtækja er ætlað þeim sem búa yfir viðskiptahugmynd og hafa hug á að stofna fyrirtæki í kringum hana. Námskeiðið er einnig ætlað þeim sem hafa nýlega stofnað fyrirtæki eða vilja auka rekstrarþekkingu sína.