Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Iðntæknistofnunar

Hvaðan kemur rykið ?

Svifryksmengun er í dag talin ein af helstu orsökum heilbrigðisvandamála sem rekja má til mengunar í borgum.   Í Reykjavík er á köflum allnokkur svifryksmengun og stundum yfir viðmiðunarmörkum.    En hvaðan kemur þetta svifryk og hvernig er það samsett? 

Uppspretturnar geta verið allmargar.   Fyrst má telja umferðamengun svo sem útblástur, malbik, bremsuborðar og salt af götum og síðan náttúrulegar uppsprettur eins og jarðveg, sand og sjávarrok.  Á Iðntæknistofnun hefur uppruni svifryksmengunar í Reykjavík nú verið rakinn. 

Það liggur ekki í augum uppi hvernig hægt er að meta samsetningu svifryks því uppspretturnar geta verið líkar hver annarri.  Til dæmis eru steinefni í malbiki ekki ólík þeim jarðvegi sem fýkur yfir borg og bý vegna uppblásturs og bik í malbiki er ekki svo ólíkt sóti í efnasamsetningu. Til að greina í sundur þessa líku þætti var fengið fram eins konar fingrafar fyrir hvern þátt með efnagreiningum á tilbúnum sýnum af uppsprettum svifryksmengunar. Raunveruleg mengunarsýni voru greind á sama hátt. Að lokum var beitt tölfræðilegri fjölbreytugreiningu til að finna fingraför uppsprettanna í loftmengunarsýnunum.

Samsetning svifryksins í vetrarsýnum reyndist vera malbik 55%, jarðvegur 25%, sót 7%, salt 11% og bremsuborðar um 2%, sjá mynd 2. Niðurstöður sýndu einnig að vegryk er ríkjandi á þurrum dögum meðan sót og salt er meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu.

Mæld voru bæði sumar- og vetrarsýni en það virtust vera ákveðnir þættir í sumarsýnum sem ekki mátti rekja til uppsprettnanna. Hugsanlegt er að frjókorn og gró mælist í svifrykssýnum að sumarlagi en stærð þeirra er sambærileg við svifrykið.

Svifryk er mismunandi fínt. Jarðvegs- og malbiksryk er yfirleitt grófara en t.d. sótagnir. Þrátt fyrir lítinn hlut fíns sóts í heildarrykinu má alls ekki líta fram hjá því, þar sem fínasta rykið er talið eiga greiðari leið í lungu manna en það grófara. 

Þá daga sem svifryk fer yfir viðmiðunarmörk vegur malbik allt að 60% heildarryksins.  Þetta beinir sjónum að nagladekkjum en undafarin ár hefur um 60% umferðar í Reykjavík verið á nagladekkjum og vitað er að þau slíta malbiki mun meir en önnur vetrardekk.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun og Norsk Institut for Luftforskning. Verkefnið var styrkt af Nordtest og Vegagerðinni.


Viðburðir

 «Febrúar 2006» 
sunmánþrimiðfimföslau
   1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728    

Póstlisti
Skráðu þig á póstlista Iðntæknistofnunar og fáðu fréttir af starfinu. Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann

Leiðarkerfi


Stjórnborð

English web Hamur fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Senda þessa síðu

Flýtileiðir