Evrópumiðstöð Impru - Þinn hlekkur að tækninýjungum og evrópskum samstarfsaðilum.
AquaNor í Þrándheimi
Evrópumiðstöð Impru tekur þátt í fyrirtækjastefnumóti í tengslum við sjávarútvegssýninguna AquaNor í Þrándheimi í Noregi 14.-17. ágúst nk. Hafi fyrirtæki í sjávarútvegi ekki tök á að mæta getur starfsmaður Evrópumiðstöðvar verið talsmaður þeirra á þessu stefnumóti. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa þegar lagt inn á gagnagrunn, upplýsingar um starfssemi sína og það sem þau hafa fram að bjóða. Þessi gagnagrunnur verður öllum þátttakendum sýningarinnar opinn. Þar er hægt að skrá sig á fund með þeim fyrirtækjum sem áhugaverð þykja.
Þetta er góður vettvangur til að ræða möguleika á samstarfi. Á Sjávarútvegssýningunni í Brussel voru pantaðir nokkrir slíkir fundir sem starfsmaður Evrópumiðstöðvar sat.
Heimasíða
AquaNor
Hafir þú áhuga á frekari upplýsingum um fyrirtækjastefnumótið og/eða áhuga á að kanna möguleika á samstarfi við evrópsk fyrirtæki, hafðu þá samband við Kristínu á Evrópumiðstöð, sími: 570 7332 ([email protected])
Ef þú ert...
-
eigandi nýrrar tækni en vantar samstarfsaðila
-
að leita að nýrri tækni til að notfæra þér
...getur þú nýtt þér þjónustu Evrópumiðstöðvar Impru til fulls.
Frekari upplýsingar um Evrópumiðstöð Impru