Stækka letur + Minnka letur - A B C D |
|
Gæðaumbætur í smáfyrirtækjumGæðaumbætur í smáfyrirtækjum Umbætur til vaxtar Smáfyrirtæki þurfa gjarnan að taka á framleiðslu- og/eða þjónustuferlum til að tryggja gæði og árangur. Fyrsta skref til umbóta er að allir starfsmenn viðurkenni að umbóta sé þörf og komi sér saman um að koma þeim í verk. Námskeiðið snýst um einföld umbótaferli, aðferðir sem hvetja til samstarfs og tryggja þátttöku allra. Notuð eru námsgögnin "Gæði í þína þjónustu." Hverjum er námskeiðið ætlað? Námskeiðið er ætlað öllum starfsmönnum fyrirtækis og geta þátttakendur verið allt að 16 í einu. Markmið Markmið námskeiðsins er að allir starfsmenn fyrirtækisins taki fúslega höndum saman um að bæta vinnuferlinn, bæta starfsandann og koma saman grunni að umbótaverkefnum sem unnið verði að að námskeiðinu loknu. Helstu efnisþættir
Fyrirkomulag námskeiðsins Námskeiðið felst að langmestu leyti í verkefnavinnu og úrvinnslu hugmynda. Námslengd 16 stundir, yfirleitt fjórum sinnum fjórar stundir. Verð Fyrir 16 manns með mjög góðum gögnum og viðurværi kostar námskeiðið 240 þúsund. Fyrirtækið fær yfirlit yfir hugmyndabankann og tillögur þátttakenda. Hafið samband við Smári S. Sigurðsson ef nánari upplýsinga er þörf. Dæmi úr kennslugögnum námskeiðsins Hér að neðan er hægt að nálgast örlítið brot úr kennsluefni námskeiðsins á pdf-formi. Smellið á tengilinn til að skoða þetta efni: Kjörmarkmið |
Stækka letur + Minnka letur - A B C D |