Stækka letur   +   Minnka letur   -         A    B    C    D

Námskeið
  Gæðastjórnun
  Kynning og miðlun
  Rekstrarnám
  Persónuleg færni
  Starfsnám
  Umhverfismál
  Heilsa og öryggi
Fréttir
Á döfinni
Markmið
Starfsmenn


 

Þróunarstjóri

Þróunarstjóri

130 st. nám ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem vinna að nýsköpun og þróun vöru og þjónustu.

Markmið

Að þátttakendur öðlist þekkingu og færni til að stjórna og taka þátt í nýsköpunarverkefnum.

Áherslur

Áhersla er lögð á hagnýtt nám sem svarar þörfum fyrirtækja fyrir þekkingu á nýsköpunarferlinu, stjórnun og þverfaglegri umsjón með framvindu þróunarverkefna.

Skipulag

Kenndar eru 5 kennslustundir í senn, einu sinni í viku í 21 viku. Þátttakendur vinna þróunarverkefni í eigin fyrirtæki með aðstoð leiðbeinanda. Í lok námsins er mat á verkefninu.

Verkefnavinna er áætluð 25 stundir.

Hámarksfjöldi þátttakenda

16

Efni

Helstu efnisþættir eru:

  • Hugtök þróunar og hönnunar
  • Þróunarferli – frá hugmynd til framkvæmdar
  • Greining á stöðu fyrirtækja gagnvart hverskyns nýsköpun
  • Mótun þróunarstefnu og framkvæmd hennar innan fyrirtækisins
  • Öflun hugmynda til þróunar
  • Kerfisbundin hugmyndavinna – Triz og TechOptimizer hugbúnaðurinn
  • Mat á hugmyndum – DanProd hugbúnaðurinn
  • Stjórnun þróunarverkefna og umsjón með þeim
  • Hönnun og gerð frumgerðar – tölvustudd vöruþróun
  • Gerð viðskiptaáætlana
  • Hönnun og skipulagning framleiðslu- og þjónustuferla
  • Framkvæmdaáætlun fyrir þróunarverkefni
  • Samskipti við verktaka, svo sem auglýsingastofur og ráðgjafa, við lausn einstakra mála
  • Rýni einstakra þróunarþátta
  • Gæðamál

Verð

115 þúsund


Stækka letur   +   Minnka letur   -         A    B    C    D