Stækka letur   +   Minnka letur   -         A    B    C    D

Forsíða Impru
Frumkvöðlar
Fyrirtæki
Stuðningsverkefni
  Átak til atvinnusköpunar
  Brautargengi
  Frumkvöðlastuðningur
  Nýsköpun
  Skrefi framar
  Vöruþróun
Frumkvöðlasetur
Klasar
Evrópumiðstöð
Ráðgjafanet
Um Impru
Framtíð


 

Vöruþróun

Vöruþróun í starfandi fyrirtækjum

Umsóknareyðublað

Markmið
Verkefnið Vöruþróun í starfandi fyrirtækjum veitir fyrirtækjum aðstoð við að þróa samkeppnishæfa vöru á innanlandsmarkað eða til útflutnings.  Styrkir eru veittir til vöruþróunar hjá starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni og fá þátttakendur faglegan og fjárhagslegan stuðning við vöruþróun og er markmiðið að koma samkeppnishæfri vöru á markað innan 18 mánaða frá upphafi verkefnisins.  

Verkefnislýsing
Með vöruþróun er átt við það ferli sem á sér stað frá því hugmynd vaknar þar til vara er markaðshæf.  Samhliða vöruþróun getur einnig átt sér stað þróun framleiðsluferla.  Verkefnið er opið fyrirtækjum í öllum starfsgreinum.  Fyrirtæki sem búa yfir hugmynd að vöru eða þjónustu sem þau telja að feli í sér verulegt nýnæmi og ábata fyrir rekstur þeirra geta sótt um þátttöku.  Nauðsynlegt er að vara eða þjónusta sem þróa á, feli í sér nýjung sem ekki er í beinni samkeppni við sambærilega innlenda afurð. 

Framkvæmd
Vöruþróunarverkefni taka að hámarki 18 mánuði.  Á þeim tíma á að þróa skilgreinda hugmynd að vöru í markaðshæfa vöru.  Stuðningurinn felst í tveimur meginþáttum. 

  • Fagleg aðstoð sem beinist að því að leiða verkefnið þrep fyrir þrep með verkefnisstjórnun í gegnum vöruþróunartímabilið.
  • Fjárhagsleg aðstoð í formi styrks að hámarki 1.500.000 kr. til hvers fyrirtækis, gegn a.m.k. jafnháu mótframlagi fyrirtækisins.

Í hverju fyrirtæki verður myndaður verkefnishópur til að vinna að vöruþróuninni.  Fyrir hópnum fer ábyrgðarmaður sem leiðir starf hópsins milli vinnufunda ásamt verkefnisstjóra Impru.  Haldinn verður sameiginlegur vinnufundur/námskeið með fulltrúum allra fyrirtækja sem taka þátt í verkefninu.  Vinna verkefnisstjóra er fyrirtækjum að kostnaðarlausu. 

Ávinningur þátttökufyrirtækja er m.a. 

  • Fullgerð vara í verklok
  • Markviss vinnubrögð til að stytta þróunartímann
  • Fjárhagslegur stuðningur 
Mat umsókna
Stjórn verkefnisins er skipuð 3 fulltrúum frá atvinnuþróunarfélögum, Iðntæknistofnun og Impru.  Stjórnin mun meta umsóknir og velja 10 fyrirtæki til þátttöku. 

Auglýst er eftir umsóknum frá starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni. 

Samstarf við AVS

Umsækjendur geta óskað eftir því að afrit af umsókninni verði sent til AVS sem metur hvort umóknin er styrkhæf hjá sjóðnum. Impra og AVS munu skoða sameiginlega þær umsóknir sem eru styrkhæfar bæði hjá Impru og AVS og ákveða upphæð styrkja og hvort umsóknin verður styrkt af báðum aðilum.

Næsti umsóknarfrestur verður auglýstur í upphafi árs 2006.

Frekari upplýsingar um verkefnið gefur Sigurður Steingrímsson, verkefnisstjóri hjá Impru nýsköpunarmiðstöð á Akureyri. Sími 460-7970.  Netfang: [email protected]


Stækka letur   +   Minnka letur   -         A    B    C    D