Stjórnun
Straumlínustjórnun - Lean Management
Aðgerðir straumlínustjórnunar eru taldar ein af öflugustu aðferðum stjórnenda til að standast samkeppni og ná samkeppnisforskoti í dag. Þetta vefsvæði á að vera þekkingarbrunnur fyrir íslenskt atvinnulíf á þessu sviði. Vefsíðan er hluti af verkefninu Nordiclean.
Framtíðarsýn og stefnumótun fyrirtækja er grunnur að markvissum rekstri. Til að móta framtíðarsýn þarf að huga að fortíðinni jafnt sem stöðu fyrirtækisins í dag. Scenarios eða „framtíðarsögur“ er aðferð til að sjá inn í framtíðina og þróa og prófa stefnumótandi ákvarðanir við mismunandi hugsanleg framtíðarskilyrði.
Aðferðir Hagnýtra viðmiða beinast að því að bera saman árangur fyrirtækja við árangur annarra fyrirtækja og þau viðmið sem talin eru ákjósanleg í rekstri þeirra. Til staðar er hugbúnaður sem gerir stjórnendum fyrirtækja kleift að gera þennan samanburð á mjög skilvirkan hátt.
Samstarf fyrirtækja á ýmsum sviðum er nauðsynlegt til að ná tilætluðum árangri í þróun og nýsköpun. Margar nýjungar sem við upplifum í dag eru byggðar á samstarfi þar sem margir aðilar koma að málum til að leysa tæknileg og þróunarleg atriði. Þetta samstarf er oft nefnt samstarfskeppni, þar sem fyriræki og stofnanir vinna saman að úrlausn mála en þessi sömu fyrirtæki og stofnanir eru jafnframt í harði samkeppni á hefðbundum mörkuðum.
Þróun vöru er kjölfesta hvers fyrirtækis hvort heldur um er að ræða framleiðslu- eða þjónustufyrirtæki. Vöruþróun er stór þáttur í þjónustu Impru nýsköpunarmiðstöðvar í gegnum handleiðslu og stuðningsverkefni. Hluti af þeirri þekkingu sem skapast hefur innan stofnunarinnar á þessu sviði hefur nú verið settur í bókina Vöruþróun. Frá hugmynd að árangri.
Iðntæknistofnun hefur undir forystu Impru nýsköpunarmiðstöðvar staðið fyrir fjölbreyttri útgáfu á þeim sviðum sem Impra starfar á, sérstaklega má nefna frumkvöðlamennsku og stjórnun. Mörg þessara rita eru notuð í handleiðslu sem Impra nýsköpunarmiðstöð veitir og einnig í stuðningsverkefnum.
Þekkingarsetur stofnunarinnar veitir jafnframt þjónust við umbrot og hönnun kennslugagna.