Stjórnun og rekstur mötuneytis
Fyrir hvern er námskeiðið?
Starfandi og verðandi stjórnendur mötuneyta hjá fyrirtækjum og stofnunum. Námskeiðið hentar jafnt stjórnendum fjölmennra sem fámennra mötuneyta.
Engrar forkunnáttu er krafist.
Markmið
Að þátttakendur öðlist færni og þekkingu til að stjórna og reka mötuneyti í samræmi við nútíma kröfur um næringu, hreinlæti, öryggi, gæði og hagkvæmni í rekstri.
Áherslur
- Stjórnunarfærni
- Manneldismarkmið
- Vistvænn rekstur
- Gæðastjórnun og hagkvæmni
Skipulag
- Samtals 100 kennslustundir, þar af heimavinna 10 kennslustundir
- Kennt er að jafnaði tvisvar í viku frá kl. 16.15 til 20.15
- Kennslan fer fram í húsakynnum Iðntæknistofnunar á Keldnaholti
Námsgreinar
Rekstur mötuneytis
- Flutningur matvæla
- GÁMES – mengunarleiðir
- Hreinlæti og þrif
- Innkaup og meðferð á ferskvöru
- Líkamsbeiting og fatnaður
- Manneldismarkmið og næringarfræði
- Persónulegt hreinlæti
- Samsetning matseðla
- Skipulagning eldhúss og afgreiðsla matar
- Skömmtun og förgun hreinsiefna
- Örverufræði
Stjórnun og samskipti
- Meðferð ágreinings og kvartana
- Ráðningaviðtöl
- Rekstur, fjármál og áætlanagerð
- Samskipti á vinnustað
- Sjálfsstyrking og sjálfsmynd
- Starfsmannastjórnun
- Tilsögn nýliða
- Vinnumarkaðsfræði og kjarasamningar
- Framkoma og tjáning
- Brunavarnir
- Meðferð brunasára
Námskeið á vorönn
Næsta námskeið hefst 15. febrúar 2006, kl. 16:15.
Hvað kostar námskeiðið?
Heildarkostnaður er kr. 97.000. Öll námsgögn, léttur kvöldverður og annað viðurværi innifalið.
Athugið að stéttarfélög og /eða fræðslusjóðir aðila vinnumarkaðarins, styrkja fyrirtæki og einstaklinga til framtaks í fræðslumálum.
Hafið samband við Mörthu Árnadóttur
Viltu skrá þig á þetta námskeið?
Þetta námskeið verður næst haldið 15. febrúar næstkomandi. Smelltu á tengilinn hér að neðan, til að opna skráningareyðublað þess:
Skráning á námskeið sem hefst 15. febrúar 2006.