Stofnun og rekstur smáfyrirtækja
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Stofnun og rekstur smáfyrirtækja er ætlað þeim sem búa yfir viðskiptahugmynd og hafa hug á að stofna fyrirtæki í kringum hana. Námskeiðið er einnig ætlað þeim sem hafa nýlega stofnað fyrirtæki eða vilja auka rekstrarþekkingu sína.
Um hvað snýst námskeiðið?
Námskeiðið snýst um þau grundvallaratriði sem varða stofnun og rekstur fyrirtækis. M.a. er fjallað um sölu- og markaðsmál, fjárhagsáætlanir, form fyrirtækja og skattamál. Áhersla er lögð á gerð viðskiptaáætlana.
Í byrjun námskeiðsins leggur hver þátttakandi fram sína viðskiptahugmynd sem þeir síðan vinna að meðan á námskeiðinu stendur. Sú hugmynd getur verið viðskiptahugmynd fyrirtækis sem þegar er stofnað eða ný hugmynd.
Í lokaáfanga námskeiðsins eru gerð drög að viðskiptaáætlun. Þannig kemur í ljós hvort viðskiptahugmyndin sé raunhæf, þ.e. hvort varan eða þjónustan sem ætlunin er að selja sé líkleg til að skila arði.
Markmið námskeiðsins
Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að geta unnið að eigin viðskiptaáætlun, gert sér grein fyrir hvort ráðlegt sé að stofna fyrirtæki um viðskiptahugmyndina og hvernig á að bera sig að við það.
Hve langt?
Námskeiðið er samtals 35 kennslustundir.
Helstu efnisþættir
1. dagur: (venjulega laugardagur frá kl 9:40 til 15:50)
- Stofnandinn
- Að stofna fyrirtæki - Markmiðssetning
- Mikilvægi viðskiptaáætlunar
- Hugmyndaleit - Val á viðskiptahugmynd
- Frumþættir viðskiptaáætlunar
- Skilgreining viðskiptahugmyndar
2. dagur: (mánudagur frá kl. 17:00 til 21:30)
- Markaðsviðhorf
- Skilgreining helstu hugtaka
- Kynning á söluráðum
- Markaðsáætlun og undirbúningur
3. dagur: (þriðjudagur frá kl. 17:00 til 21:30)
- Stjórnun markaðsmála
- Framkvæmd og eftirlit
- Rekstrarkostnaður
4. dagur: (miðvikudagur frá kl. 17:00 til 21:30)
- Áætlanagerð
- Reikningsskil
5. dagur: (fimmtudagur frá kl. 17:00 til 21:30)
- Form fyrirtækja
- Skattamál og bókhald
- Hvar er aðstoð að finna?
6. dagur: (laugardagur frá kl. 9:40 til 16:40)
- Viðskiptaáætlun - Almenn lýsing; stofnandinn, varan og þjónustan
- Viðskiptaáætlun - Markaðsáætlun
- Viðskiptaáætlun - Framleiðslan/þjónustan; hvernig verður hún til?
- Viðskiptaáætlun - Fjárhagsáætlanir;núllpunktsgreining, rekstrar- og greiðsluáætlanir
- Viðskiptaáætlun - Samantekt; þátttakendur kynna viðskiptaáætlun sína
Hafið samband við Kristján Óskarsson ef nánari upplýsinga er þörf.
Verð:
56.000 kr.
Dæmi úr kennslugögnum námskeiðsins
Hér að neðan er hægt að nálgast örlítið brot úr kennsluefni námskeiðsins á pdf-formi. Smellið á tengilinn til að skoða þetta efni:
Viltu skrá þig á þetta námskeið?
Þetta námskeið hefst næst 11. febrúar 2006. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að opna skráningareyðublað þess:
Skráning á námskeið sem hefst 11. febrúar 2006.