Samstarfsvettvangur um hönnun óskar eftir framkvæmdastjóra til að leiða verkefni og starfsemi vettvangsins. Meginmarkmið vettvangsins er að efla þróun og ímynd íslenskrar hönnunar á alþjóðlegum vettvangi.
Um er að ræða þriggja ára þróunarverkefni sem hefur það hlutverk að staðfesta gildi hönnunar fyrir íslenskt atvinnulíf og samkeppnishæfni þess.
Helstu verkefni
- örva og styðja íslenska hönnun og hönnuði - koma að og hvetja til sýninga og kynningu á hönnun hérlendis og erlendis - hvetja til aukinnar hönnunar við vöruþróun og markaðssetningu - halda utan um miðlægar upplýsingar og byggja upp öflugt vefstetur - búa til og viðhalda tengslaneti - afla fjármagns til verkefna - veita ráðgjöf sem stuðlar að auknum hlut hönnunar í nýsköpun
Samstarfsvettvangurinn stefnir að stofnun Hönnunarmiðstöðar á þróunartíma verkefnisins eða í síðasta lagi við lok hans. Vettvangurinn verður rekinn hjá Impru nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun sem jafnframt verður stuðningsumhverfi fyrir framkvæmdastjórann.
Hæfni framkvæmdastjóra
- háskólapróf sem nýtist í starfi - þekking og áhugi á hönnun - þekking og reynsla á markaðs- og kynningarmálum - hæfni í mannlegum samskiptum - sjálfstæði, frumkvæði, skipulags og leiðtogahæfni - gott vald á íslensku, ensku og einu öðru tungumáli
Hvatt er til umsókna frá konum jafnt sem körlum.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ingvarsdóttir í s. 570 7267 eða tölvupósti, [email protected]
Rafrænar umsóknir og gögn skulu send á netfangið [email protected]
Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2005.
Skriflegar umsóknir skulu merktar:
Samstarfvettvangur um hönnun Impra nýsköpunarmiðstöð Iðntæknistofnun Keldnaholti 112 Reykjavík |