English web Þessi síða í ham fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Senda þessa síðu
Nýtt efni Eldra efni
7.1.2005
Styrkveitingar iðnaðarráðuneytis undir merkjum Átaks til atvinnusköpunar

Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til tvennskonar verkefna:

  1. Smærri verkefna og verkefna sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu.
  2. Verkefna sem eru skilgreind sem sérstök átaksverkefni ráðuneytisins og ætlað er að hafa víðtæk áhrif en eru ekki bundin við afmarkað verk, einstakling eða fyrirtæki.

 Umsóknir og fylgigögn

Allar umsóknir skulu færðar á þar til gerð umsóknareyðublöð. Þar skal eftirfarandi koma fram:

  • Nafn, kennitala, heimilisfang umsækjanda og samstarfsaðilar.
  • Markmið verkefnisins.
  • Lýsing á verkefninu, greining á nýnæmi þess og áætlaður árangur (afurð).
  • Styrkir og önnur fyrirgreiðsla sem áður hefur verið veitt til verkefnisins.
  • Kostnaðaráætlun og tímaáætlun fyrir verkefnið í heild og einstaka áfanga þess og yfirlit um fjármögnun, þ.m.t. hvort sótt er um fjármögnun frá öðrum.
  • Áætlanir um sölu eða markaðssetningu.

Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga.

Umóknareyðublað - Best er að hægrismella á tengilinn og velja "SAVE TARGET AS" og vista á svæði í tölvu ykkar, fylla það út og senda síðan í pósti eða tölvupósti.

Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Impru í s. 570 7267, hjá [email protected]  Umsóknarfrestur er til 6. febrúar 2005.

                Umsóknum skal skilað til:

                Impra - nýsköpunarmiðstöð,
                Iðntæknistofnun, Keldnaholti,
                112 Reykjavík,               

                merkt Átak til atvinnusköpunar  eða á netfangið [email protected]




 

Impra
nýsköpunarmiðstöð

Keldnaholti
112 Reykjavík
Sími 570 7100
Bréfsími 570 7111


Borgum við Norðurslóð
600 Akureyri
Sími 460 7970
Bréfsími 460 7971

Ungir frumkvöðlar í Vestmannaeyjum
11.3.2005
Ungir frumkvöðlar á Austurlandi
18.3.2005
Viðskiptabrú milli landa - hvar verður fyrirtæki þitt eftir 2 ár?
Sprotaþing - mikil þátttaka
Vöruþróun í starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni
© Iðntæknistofnun - Forritun og uppsetning Vefur samskiptalausnir ehf.