Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til tvennskonar verkefna:
- Smærri verkefna og verkefna sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu.
- Verkefna sem eru skilgreind sem sérstök átaksverkefni ráðuneytisins og ætlað er að hafa víðtæk áhrif en eru ekki bundin við afmarkað verk, einstakling eða fyrirtæki.
Allar umsóknir skulu færðar á þar til gerð umsóknareyðublöð. Þar skal eftirfarandi koma fram:
- Nafn, kennitala, heimilisfang umsækjanda og samstarfsaðilar.
- Markmið verkefnisins.
- Lýsing á verkefninu, greining á nýnæmi þess og áætlaður árangur (afurð).
- Styrkir og önnur fyrirgreiðsla sem áður hefur verið veitt til verkefnisins.
- Kostnaðaráætlun og tímaáætlun fyrir verkefnið í heild og einstaka áfanga þess og yfirlit um fjármögnun, þ.m.t. hvort sótt er um fjármögnun frá öðrum.
- Áætlanir um sölu eða markaðssetningu.
Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga.
Umóknareyðublað - Best er að hægrismella á tengilinn og velja "SAVE TARGET AS" og vista á svæði í tölvu ykkar, fylla það út og senda síðan í pósti eða tölvupósti.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Impru í s. 570 7267, hjá [email protected] Umsóknarfrestur er til 6. febrúar 2005.
Umsóknum skal skilað til:
Impra - nýsköpunarmiðstöð, Iðntæknistofnun, Keldnaholti, 112 Reykjavík,
merkt Átak til atvinnusköpunar eða á netfangið [email protected]
|