Könnun á stöðu og viðhorfum til frumkvöðlakennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Könnunin og meðfylgjandi skýrsla er hluti af norrænu verkefni „Creating Opportunities for Young Entrepreneurship“. Markmiðið með verkefninu er að skoða stöðu, stuðning og viðhorf til ungra frumkvöðla á Norðurlöndunum og stefnumótun stjórnvalda í þessum málefnaflokki. Ungir frumkvöðlar eru skilgreindir sem einstaklingar á aldrinum 6 til 35 ára.
Verkefnið er fjármagnað af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni og Iðntæknistofnun. Niðurstöður norræna verkefnisins verða síðan gefnar út í bókarformi.
Skýrslan er sjálfstætt framlag höfundar, Karls Friðrikssonar framkvæmda- og markaðsstjóra Iðntæknistofnunar. |