Iðntæknistofnun vinnur að markmiðum í samstarfi við fyrirtæki, félög og einstaklinga, vísinda- og rannsóknastofnanir, háskóla og stjórnvöld. Áhersla er lögð á frumkvæði og sveigjanleika til að mæta þörfum viðskiptavina á hverjum tíma.
Á Iðntæknistofnun leitast starfsmenn við að uppfylla kröfur viðskiptavina með því að veita þjónustu í samræmi við gæðastefnu stofnunarinnar. Sérfræðingar okkar leita ætíð að hæfustu samstarfsaðilum innanlands sem utan og stuðla að þekkingar- og tækniyfirfærslu með þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
Iðntæknistofnun eflir íslenskt atvinnulíf með:
- Hagnýtum rannsóknum í líftækni, efnis- og framleiðslutækni, matvælatækni og umhverfismálum
- Tæknivöktun og tækniyfirfærslu
- Stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki
- Fræðslu og endurmenntun
- Sérfræðiráðgjöf á sviðum tækni, fræðslu, rekstrar og stjórnunar
- Prófunum og greiningum
- Þjónustu á sviði umhverfismála og upplýsingatækni
- Þátttöku í alþjóðlegu samstarfi
|