Fréttir Iðntæknistofnunar
22.6.2007
Kynningarfundur á Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum.
Fimmtudaginn 7. júní s.l. var haldin almennur kynningarfundur á VSSV í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum. Erindi fluttu þau: Steingerður Hreinsdóttir og Hrafn Sævaldsson, ráðgjafar og verkefnastjórar hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands ásamt Elvari K. Valssyni frá Iðntæknistofnun.
22.6.2007
Vaxtasamningur Vesturlands styrkir Dalabyggð
Undirritaður var síðastliðinn mánudag sérstakur samningur milli Dalabyggðar og Vaxtarsamnings Vesturlands um ráðningu starfsmanns fyrir Dalabyggð. Að sögn Torfa Jóhannessonar, verkefnisstjóra Vaxtarsamningsins var verið að undirrita
18.6.2007
Afkolun Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnarins, verðandi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Föstudaginn 15. júní gróðursetti hópur starfsmanna Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðarins 5600 plöntum á landi Skógræktar Hafnarfjarðar sem verðandi Nýsköpunarmiðstöð kemur til með að viðhalda á næstu áratugum.
18.6.2007
Mjög vel heppnuð alþjóðleg klasaráðstefna
Alþjóðlegri ráðstefnu um klasastarf á strjálbýlum svæðum lauk á miðvikudaginn á Akureyri. Hún var haldin af Vaxtarsamningi Eyjafjarðar í samvinnu við The Competitiveness Institute með stuðningi Impru nýsköpunarmiðstöðvar. Ráðstefnuna sóttu um 70 manns, þar af um helmingur erlendir gestir sem fæstir höfðu áður komið hingað til lands. Ráðstefnur um klasastarf eru haldnar reglubundið víðs vegar um heim en ráðstefnan á Akureyri var að því leyti einstök að þar var kastljósinu í fyrsta sinn beint sérstaklega að klasastarfi á strjálbýlli svæðum. Bjarni Jónasson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, segir þátttakendurna hafa lýst miklu lofi á ráðstefnuna að henni lokinni.
“Það voru allir sammála um að ráðstefnan hafi skilað þátttakendunum mörgum góðum hugmyndum og samböndum. Hér var í fyrsta skipti tekið fyrir klasastarf á strjálbýlum svæðum og það að fá yfir 30 erlenda gesti til að fjalla um þetta efni á ráðstefnu hér á Akureyri er mjög ánægjulegt. Ráðstefnunni var ætlað að leiða saman fólk sem væri að vinna í svipuðu umhverfi, þ.e. á strjálbýlli svæðum. Innlendu þátttakendurnir voru líka með ólíkan bakgrunn í klasastarfinu, þ.e. bæði frá samningum sem hafa starfað í nokkurn tíma líkt og Vaxtarsamningur Eyjafjarðar og síðan nýjum samningum sem eru á byrjunarreitunum. Á ráðstefnunni gafst kjörið tækifæri til að treysta böndin milli starfsfólks vaxtarsamninganna hér á landi og miðla þekkingu og reynslu á milli,” segir Bjarni.
Meðal erlendu fulltrúanna á ráðstefnunni voru helstu ráðgjafar heims á sviði klasafræða og einn þeirra er Ifor Williams sem á sínum tíma fylgdi Vaxtarsamningi Eyjafjarðar úr vör og veitti ráð um klasastarfið sem þá var nýjung hérlendis. Bjarni segir Ifor meta árangur af starfi Vaxtarsamningsins góðan og í samræmi við það sem búast hefði mátt við. “Að hans mati, líkt og okkar sem að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar stöndum, er hins vegar nauðsynlegt að horfa til fleiri ára í þessu starfi,” segir Bjarni en eins og fram hefur komið er unnið að endurnýjun samningsins sem renna á út um næstu áramót.
Gestir á ráðstefnunni fóru til Húsavíkur í heimsókn sinni, sigldu um Eyjafjörð á eikarbátnum Húna II og borðuðu á veitingahúsinu Friðrik V á Akureyri, sem þeir töldu einn af hápunktum heimsóknarinnar til Akureyrar.
“Héðan fóru gestir ráðstefnunnar mjög glaðir og með mikinn árangur í farteskinu. Við sem að ráðstefnunni stöndum getum þess vegna ekki annað en verið hæstánægð með hvernig til tókst,” segir Bjarni Jónasson.
13.6.2007
Saga Medica ehf. í hópinn á Frumkvöðlasetri
Saga Medica ehf. í hópinn á Frumkvöðlasetri
Sprotafyrirtækið Saga Medica ehf. hefur nú bæst í hóp fyrirtækja á Frumkvöðlasetri Impru að því er kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag. Fyrirtækið framleiðir vörur sem byggðar eru á rannsóknum á íslenskum lækningajurtum, sem fengnar eru úr íslenskri náttúru. Í upphafi hefur verið notast við hvönn (Angelica archangelica), en ætlunin er að safna, rækta og notast einnig við aðrar íslenskar jurtir. Fyrsta varan kom á markað árið 2002 og er stöðug vöruþróun í gangi.
7.6.2007
Sjávarútvegssýning í Þrándheimi 14. -17. ágúst
Evrópumiðstöð Impru tekur þátt í fyrirtækjastefnumóti í tengslum við sjávarútvegssýninguna AquaNor í Þrándheimi í Noregi 14.-17. ágúst nk. Hafi fyrirtæki í sjávarútvegi ekki tök á að mæta getur starfsmaður Evrópumiðstöðvar verið talsmaður þeirra á þessu stefnumóti.
6.6.2007
Myndlistarsýning Þuríðar Sigurðardóttur á Iðntæknistofnun
Hugarástand er heiti myndlistarsýningar Þuríðar Sigurðardóttur, Þuru, sem opnuð verður á Iðntæknistofnun fimmtudaginn 7. júní
4.6.2007
Sóknarfæri í Evrópusjóði
Námskeið um möguleika íslenskra fyrirtækja til að sækja um styrki úr evrópskum rannsókna- og þróunaráætlunum verður haldið þriðjudaginn 12. júní kl. 9-16. Innan 7. rammaáætlunar ESB eru undiráætlanir sérsniðnar að þörfum smærri fyrirtækja sem munu útdeila 467,5 milljörðum íslenskra króna í styrki á næstu árum.