Umhverfisstjórnun
Deildin hefur um árabil sinnt smáum og stórum verkefnum tengdum umhverfisstjórnun í fyrirtækjum og hefur aðstoðað fyrirtæki við umhverfisúttektir, uppsetningu á umhverfisstjórnunarkerfum og við gerð á grænu bókhaldi. Sérfræðingar deildarinnar leiðbeina á fjölmörgum námskeiðum um umhverfismál fyrirtækja. Á efnis-og umhverfistæknideild má fá forritið TIM sem er hugbúnaður ætlaður til að halda utan um grænt bókhald og gerð umhverfisskýrslna.