Grænt Bókhald með forritinu TIM
Hjá Iðntæknistofnun er fáanlegt forrit fyrir grænt bókhald, TIM - Grænt bókhald. Forritið er þróað af Teknologisk Institut í Danmörku. Markmiðið með þróun þess er að uppfylla þarfir danskra fyrirtækja fyrir einfalt forrit til þess að halda utan um gögn um umhverfismál fyrirtækjanna. Forritið er þróað fyrir fyrirtæki, sem ætla sér, eða eru komin í gang með að byggja upp umhverfisstjórnun. Það hefur verið notað með góðum árangri og uppfyllir kröfur um að vera einfalt og auðskilið í notkun.
Hvað er TIM?
Tim er verkfæri fyrir skipulagða skráningu á umhverfisáhrifum fyrirtækja. Forritið er gert til að auðvelda fyrirtækjum að safna saman, skrá og skýra frá gögnum sem snerta umhverfi rekstursins. Forritið hefur ótakmarkaðan notendafjölda og notandi klæðskerasaumar uppsetningu að eigin þörfum.
TIM er búið til í Access-hugbúnaðinum. Allar aðgerðir og notkun músar eru því hliðstæðar því sem er í Microsoft Office pakkanum. Það er því auðvelt að flytja gögn úr TIM í ritvinnsluna Word og töflureikninn Excel ef vinna á frekar með gögnin, t.d. að útbúa myndir eða gröf með niðurstöðum.
Til að TIM nýtist að fullu þarf að ákveða hvers konar gögnum á að safna og hafa stjórn á því hvernig það er gert. Með öðrum orðum þá þarf að ákveða hvaða gögnum á að safna, hver á að gera það, hvernig og hvenær. Notkun forritsins auðveldar gerð umhverfisskýrslna og gefur forritið nokkra möguleika á uppsetningu á skýrslum.
TIM er þróað fyrir fyrirtæki sem vilja auðvelda sér vinnu við:
- Skipulagningu og skráningu gagna
- Að slá inn og geyma gögn
- Útreikninga og útskrift á gögnum
- Eftirfylgni á áherslusviðum
- Að halda grænt bókhald og umhverfisskýrslur
- Framkvæma umhverfisrýni og greina umhverfisáhrif
Hvað getur TIM forritið gert?
- Skráir og geymir upplýsingar um umhverfismál
- Vinnur úr gögnum
- Leggur til innihald í umhverfisskýrslur
Eftirtalin fyrirtæki styrktu útgáfu TIM á íslensku:
Sorpa, Gámaþjónustan, Landsvirkjun og Sjóvá-Almennar.
Nánari upplýsingar veitir Halla Jónsdóttir