Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Iðntæknistofnunar

Grænt bókhald

Grænt bókhald er að sækja á í fyrirtækjarekstri og þó nokkrum fyrirtækjum er skylt að halda grænt bókhald samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með markvissri skráningu á umhverfisþáttum er auðveldara að halda utan um umhverfismál viðkomandi reksturs. Forsenda þess að skráningin sé árangursrík er að hún sé einföld í framkvæmd. Aðferð skráningar þarf að vera auðskiljanleg þeim sem eiga að skrá og nota niðurstöður hennar. Auk þess má kostnaður við skráningu ekki íþyngja viðkomandi fyrirtæki.

 Með grænu bókhaldi gerir fyrirtæki grein fyrir umhverfismálum sínum á svipaðan hátt og það gerir grein fyrir fjármálum. Grænt bókhald er fyrir öll fyrirtæki sem vilja vinna að bættu umhverfisstarfi og fylgjast með áhrifum starfsemi sinnar á umhverfið. Grænt bókhald er grunnur að markvissu starf í umhverfismálum og skilar sér í bættum rekstri, sparnaði og bættri ímynd fyrirtækja.

 Hjá Iðntæknistofnun er fáanlegt forrit fyrir grænt bókhald, TIM - Grænt bókhald. 


Leiðarkerfi


Stjórnborð

English web Hamur fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Senda þessa síðu

Flýtileiðir