Brotinn reiðhjólagaffall Tæring í vatnsröri Brot í vatnskrana
Tjónagreiningar
Þegar hlutir og tæki bila, þá er yfirleitt reynt að finna orsök bilunarinnar til að tryggja að hún endurtaki sig ekki. Oft þarf jafnframt að finna hvort einhver beri ábyrgð á biluninni og þá er nauðsynlegt að hlutlaus aðili sjái um að greina orsökina.
Á Efnis- og umhverfistæknideild er veitt þjónusta við greiningar á tjónum sem verða vegna tæringar eða þegar efni gefa sig. Einnig eru gerðar prófanir sem miða að því að segja til um hvort viðkomandi efni sé heppilegt til ákveðinna nota eða ekki.
Efnis- og umhverfistæknideild leggur ríka áherslu á að tjónagreiningaverkefnum sé lokið með ítarlegum og skýrum skýrslum.
Við rannsóknir á tjónum er stuðst við eftirfarandi:
- Skoðun á brotsárum, með aðstoð víðsjár og rafeindasmásjár.
- Efnagreiningar á málmun og tæringarafurðum.
- Smásæ greining á efnisuppbyggingu.
- Stöðluð próf á efniseiginleikum.
Nánari upplýsingar um tjónagreiningar fást hjá Jóni Matthíassyni.