Hæfnisvottun í málmsuðu
Hæfnispróf Iðntæknistofnunar fara fram samkvæmt stöðlunum ÍST EN 287-1:2004 “Qualification test of welders. Fusion welding. Steels” og ÍST EN ISO 9606-2:2004 “Qualification test of welders. Fusion welding. Aluminium and aluminium alloys”. Staðlarnir fást hjá Staðlaráði Íslands og eru menn hvattir til að kynna sér kröfur þeirra. Þar kemur meðal annars fram hver gildistími prófsins er, gildissvið og í hvaða þáttum prófað er í fagbóklegu prófi. Hægt er að velja mismunandi prófflokka með tilliti til suðuaðferðar, efnisþykktar, efnisflokks, suðustöðu o.fl. Áður en prófið fer fram þarf fyrirtækið eða viðkomandi einstaklingur að framvísa suðuferli sem lýsir suðuaðferð fyrirtækisins. Suðuferilslýsingin (“pWPS eða WPS”) þarf að uppfylla staðlana EN ISO 15609-1 eða EN ISO 15609-2. Ef fyrirtæki óska þess getur ITI aðstoðað við gerð suðuferla.
Prófin fara fram í húsnæði Iðntæknistofnunar, í iðnfyrirtækjum eða annars staðar eftir samkomulagi. Prófin fara fram undir eftirliti starfsmanns Iðntæknistofnunar eða fulltrúa sem stofnunin hefur tilnefnt og sem jafnframt hefur þekkingu á stöðlum og reglum sem um prófið gilda.
Erfiðustu prófflokkarnir gera kröfur um mikla verklega færni. Við suðu á stáli er krafist suðugæða í samræmi við gæðaflokk B og C samkvæmt staðlinum ÍST EN ISO 5817. Mælt er með að fagbóklegt próf sé tekið samfara verklegu prófi, en slíkt er þó valfrjálst. Í fagbóklegu prófi er metin þekking suðumannsins á mikilvægum þáttum sem hafa áhrif á suðugæði og öryggi, í samræmi við leiðbeiningar staðalsins.
Algengur heildar próftími er 2-3 klst. Staðallinn gerir engar sérstakar kröfur um aðgengi að hæfnisprófum. Hæfnispróf suðumanns helst í gildi í tvö ár svo framarlega sem hæfnisvottorð hans er undirritað á sex mánaða fresti af vinnuveitanda.
Verð í janúar 2005:
Almennt gjald fyrir hæfnisvottun: kr. 29.000
Hæfnisvottun í MAG(135) MIG og logsuðu: kr. 33.000
Prófanir án útgáfu vottorðs: kr. 15.000
Framlenging prófs um tvö ár: kr. 10.000
Aðstoð við gerð suðuferils: Samkv taxta ITI.
Efniskostnaður er ekki innifalinn. Verð miðast við próftöku á Iðntæknistofnun
Hæfnisvottun
Hafið samband við Kristján S. Sigurðsson eða Sigurð G Benediktsson í síma 5707100 eða með tölvupósti á [email protected] eða [email protected]
Þjálfun
Óski suðumaður eftir þjálfun eða kennslu í suðu, er vísað til námskeiða Fræðslumiðstöðvar málmiðnaðarins í síma 5906410.