Markmið
Málmgarður er vettvangur vöruþróunar, markaðs- og tæknirannsókna, menntunar og upplýsingamiðlunar á sviði léttmálma. Málmgarði er meðal annars ætlað að stuðla að framgangi þess sem lagt er til í skýrslu Iðnaðarráðherra frá 1997, Úrvinnsla léttmálma.
Aðstandendur
Að Málmgarði eiga aðild framleiðendur og þeir sem vinna úr eða nota léttmálma á Íslandi, Háskóli Íslands, Iðntæknistofnun, Samtök iðnaðarins og aðrir sem vilja vinna samkvæmt markmiðum Málmgarðs.
Skipulag
Stjórn Málmgarðs verði skipuð þremur fulltrúum: tveimur sem iðnaðarráðherra skipar eftir tilnefningu stjórnar Iðntæknistofunar og Samtaka iðnaðarins og einum sem menntamálaráðherra skipar eftir tilnefningu Háskóla Íslands. Hún verði kjörin til tveggja ára í senn. Stjórn kýs sér formann úr sínum hópi til eins árs og ræður framkvæmdastjóra.
Aðsetur
Í fyrstu hafi Málmgarður aðsetur á efnistæknideild Iðntæknistofnunar og í Háskóla Íslands. Háskóli Íslands og Iðntæknistofnun útvega framkvæmdastjóra og aðsetur samkvæmt samkomulagi við stjórn. Þannig á Málmgarður ekki að hafa formlegar aðalstöðvar aðrar en þær sem tengjast ofangreindum stofnunum.
Fjármögnun
Málmgarður fái framlag stjórnvalda, en afli einnig sértekna til verkefna frá sjóðum, fyrirtækjum og stofnunum.
Verkefni Málmgarðs:
1. Að stuðla að rannsóknum sem tengjast léttmálmum.
2. Að fylgjast með fyrirtækjum og aðstoða þau við markaðssetningu og
vöruþróun.
3. Að fylgjast með menntun og leitast við að efla hana, hvort sem er í skólum
eða innan fyrirtækja.
4. Að stuðla að upplýsingastreymi með heimasíðu, fundum, ráðstefnum og
aðgangi að fagritum.
5. Að stuðla að og hafa frumkvæði að þátttöku Íslendinga í alþjóðlegum
þróunarverkefnum með áherslu á Evrópuverkefni.
6. Að efna til samkeppni um hönnun hluta úr léttmálmum