Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Iðntæknistofnunar

Fréttir Efnis- og umhverfistæknideild

8.5.2007

Burðarvaki

Stjórn Tækniþróunarsjóðs ákvað á fundi 30. apríl sl. að bjóða verkefnisstjórum 19 umsókna til samninga um stuðning. Fjöldi umsókna að þessu sinni var 62. 

Eitt þessar 19 verkefna er Burðarvaki, verkefnið er samvinnuverkefni Iðntæknistofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands og unnið út frá hugmynd sem kviknaði á Iðntæknistofnun. Verkefnisstjóri er Hafrún Hauksdóttir, Iðntæknistofnun.

Markmið verkefnisins er að þróa og hanna tæki sem metur á öruggan hátt þegar kýr er komin að burði og sendir viðvörun þar um. Áralanga reynslu af búskap þarf til að meta hversu margir dagar séu í burð kúa og það mat er afar huglægt. Með aukinni tæknivæðingu búa eykst fjöldi skepna á hverju búi og bændur eru í minni snertingu við skepnurnar. Þessi þróun kallar eftir tækni sem getur metið ástand skepnunnar á hlutlægan hátt og tilkynnt bóndanum þegar stutt er í að burður hefjist. Með því fækkar óvissuferðum í fjósið, vinnuferli við burð verður skýrara og álag á bændur minnkar bæði vinnulega og andlega.

Kálfadauði er alþjólegt vandamál og er komið á það stig að vaxandi fjöldi dauðfæddra kálfa er orðið verulegt áhyggjuefni innan bændastéttarinnar. Í dag eru um 15% kálfa á Íslandi dauðfæddir, nokkuð sem bæði eykur kostnað, minnkar framleiðni búa og er álitshnekkir fyrir bændastéttina. Með tæki eins og þessu standa vonir til að verulega megi minnka kálfadauða og önnur áföll tengd burði.

Miðað er að því að ná fótfestu með tæknina á alþjóðarmarkaði, með einkaleyfi og kynningum á fagráðstefnum dýralækna, landbúnaðarsýningum og kynningum í bændablöðum og síðast en ekki síst af góðri afspurn.

 


Leiðarkerfi


Slóðin þín:

Fréttir

Stjórnborð

English web Hamur fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Senda þessa síðu

Flýtileiðir