Fréttir Efnis- og umhverfistæknideild
19.1.2006
Vetnisvegvísir kynntur
Vetni sem orkuberi, framleiðsla, geymsla og notkun vetnis eru lykilatriði á nýtingu vetnis hérlendis, í samgöngum sem og til iðnaðarnota. Iðntæknistofnun hefur undanfarna mánuði unnið fyrir Iðnaðarráðuneytið svokallaðann vetnisvegvísi þar sem staða Íslands er skoðuð og metið hvar og hvernig rökrétt er fyrir Íslendinga að leggja áherslurnar. Með þessu bréfi vil ég fyrir hönd skipuleggjenda bjóða þér til fundar um vegvísinn, von okkar er sú að á þessum fundi verði kynntar áherslur sem vonandi vekja upp umræður og að þetta skapi þannig grundvöll fyrir að endanleg útgáfa á vetnisvegvísi innihaldi sjónarmið sem flestra áhugaaðila um vistvæna orkugjafa.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26 janúar nk. á Iðntæknistofnun Íslands, Keldnaholti og hefst stundvíslega kl. 14.00
Dagskrá
Fundarstjóri: Ingólfur Þorbjörnsson
14.00 Vetnisvegvísir og stefna stjórnvalda í vetnismálum.
Baldur Pétursson, Deildarstjóri Iðnaðar og Viðskiptaráðuneyti.
14.15 Vegvísir um vetnismál.
Guðbjörg Óskarsdóttir, Verkefnisstjóri Iðntæknistofnun.
14.45 Vetni og orkufyrirtækinn, vetnisvegvísirinn áherslur og framtíðarsýn.
Fulltrúi Landsvirkjunar.
Þorleifur Finsson, Sviðstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
15.00 Umræður um vetnisvegvísi.
16.00 Fundi slitið.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected]