Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Iðntæknistofnunar

Fréttir Efnis- og umhverfistæknideild

6.12.2005

Markáætlun í örtækni: Efnis- og umhverfistæknideild og Genís ehf. hljóta styrk til þróunar á beinsementi

Efnis- og umhverfistæknideild Iðntæknistofnunar í samstarfi við fyrirtækið Genís ehf. hefur hlotið styrk til verkefnisins “Hýdroxyapatít-kítósan örsamsetningar til endurnýjunar á beinvef”.

 

Markmið verkefnisins er að þróa beinsement sem nota á til að gera við beinbrot og til að endurnýja skaddaðan beinvef. Náttúrulegt bein er að stórum hluta hýdroxyapatít. Kítósan er beinvaxtarhvetjandi auk þess að hafa t.d. bólguhemjandi eiginleika. Stjórnun eiginleika kítósansins og stjórnun efnisgerðar og efniseiginleika hýdroxýapatítsins, svo og samspil þessara þátta á örskala, munu gegna lykilhlutverki í að hanna beinsement með heppilegum eiginleikum hvað varðar t.d. lífvirkni, styrk og hörðnunartíma.

 

Verkefnið er styrkt af Rannís innan ramma  “Markáætlunar um örtækni”.

  

Nánari upplýsingar:

Gissur Örlygsson

Sími: 570 7193

Netfang: gissuro@iti.is


Leiðarkerfi


Slóðin þín:

Fréttir

Stjórnborð

English web Hamur fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Senda þessa síðu

Flýtileiðir