Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Iðntæknistofnunar

Fréttir Efnis- og umhverfistæknideild

9.3.2005

Opti-Pack. Lágmörkun umbúða - ný heimasíða

Ný heimasíða Opti-Pack www.opti-pack.org var opnuð 28. febrúar 2005. Heimasíðan er afrakstur norræns verkefnis sem hafði það markmið að útbúa einföld tæki til að aðstoða fyrirtæki við að lágmarka umbúðanotkun.

Markmið verkefnisins

Að þróa og prófa einfaldar aðferðir sem henta fyrirtækjum til að sýna fram á lágmörkun umbúðanotkunar og hanna kerfi til að halda utan um upplýsingar sem varða umbúðir þannig að þær séu aðgengilegar eftirlitsaðilum og starfsmönnum fyrirtækis. 
Þróun umbúðavísa sem gefa upplýsingar um umbúðanotkun. Markmiðið er tvíþætt, annars vegar geta fyrirtæki fylgst með því hvernig þau standa sig milli ára og hins vegar miðað við stöðuna almennt í sinni atvinnugrein.

 Afrakstur

Niðurstöður verkefnisins eru birtar á aðgengilegan hátt á heimasíðu verkefnisins:

·         Opti-Pack kerfið sem er tæki til að vinna markvisst að lágmörkun umbúða

·         Umbúðavísar sem eru aðferðir til að fylgjast með þróun umbúðanotkunar

·         Fræðsluefni um prófanir á umbúðum

·         Dæmi og reynsla fyrirtækjanna sem tóku þátt í að þróa kerfið

·         Skýrsla íslenska verkhlutans þar sem unnið var með SÍF og Kassagerð að hagræðingu í hönnun og pökkun. Skýrslan á pdf formi.

Heimasíðan er á ensku og koma þar fram góðar leiðbeiningar og mikill fróðleikur um umbúðahönnun, prófanir og skipulag umbúðamála. Hún er gagnleg fyrir alla sem vilja ná betri nýtingu umbúða. Í reglugerðum eru settar fram kröfur um að nota skuli minnst mögulegt magn umbúða utan um vörur og að sýnt sé fram á að umbúðir séu endurvinnanlegar eða endurnýtanlegar (umbúðareglugerð nr. 609/1996 og staðlaröð 13427-13432). Borið hefur á því að það vanti aðferðir sem fyrirtæki geta nýtt sér til að uppfylla þessar kröfur en hér er reynt að bæta úr þeirri þörf.

Nánari upplýsingar veita Þórhildur Kristjánsdóttir, [email protected],  eða Ingólfur Örn Þorbjörnsson, [email protected], hjá Iðntæknistofnun, Eva Yngvadóttir hjá RF og Bryndís Skúladóttir hjá Samtökum iðnaðarins.


Leiðarkerfi


Slóðin þín:

Fréttir

Stjórnborð

English web Hamur fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Senda þessa síðu

Flýtileiðir