Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Iðntæknistofnunar

Fréttir Efnis- og umhverfistæknideild

10.12.2003

Örtæknivettvangur

Út er komin skýrslan Stefnumótun og framtíðarsýn Örtæknivettvangs. Skýrslan á pdf-formi

Inngangur

Þau svið tækni og vísinda sem snúa að uppbyggingu og meðhöndlun efnis á nanóskala hafa undanfarin ár verið í mikilli þróun. Litið hefur verið til þessara sviða, hér eftir nefnd örtækni, sem helsta vaxtarsprota í tækni og vísindum. Örtækni hefur mikla þverfaglega nálgun og mun þróun hennar og notkun að mati margra helstu sérfræðinga, gerbreyta mörgum hefðbundnum lausnum í vísindum og tækni.

Evrópusambandið hefur með sjöttu rammaáætlun sinni sett örtækni í öndvegi og er með sérstaka áætlun um verkefnabundin stuðning við örtæknisviðið. Alls er áætlað að leggja 1300 milljónir evra í verkefnastuðning á fjögurra ára tímabili, sem síðan liðlega tvöfaldast með framlagi þátttakenda. Bandaríkin eru sömuleiðis með svokallað "National Nanotechnology Initiative" sem fékk á þessu ári $600 milljóna dollara framlag frá alríkisstjórninni en auk þess leggja hin einstöku ríki sérstaka áherslu og fjármuni í örtæknina. Nánari lýsing á örtækni er að finna í viðauka 2.

Örtæknin tekur ekki eina fræðigrein fram yfir aðra því að hún hefur þá sérstöðu að vera þverfagleg í eðli sínu og er samvinna mismunandi fræðasviða forsenda árangurs.

Þetta er sýn sem menn hefur dreymt um í áratugi en er núna að verða að veruleika innan örtækninnar. Háskólar og æðri menntastofnanir hafa leitt þessa þróun en einnig

hefur mikið starf verið unnið innan rannsóknadeilda stórra fyrirtækja og stofnana. Margir hérlendir vísindamenn hafa hlotið menntun og þjálfun á hinum ýmsu sviðum

örtækni og hafa komið heim aftur að loknu námi með góða menntun, mikilvæga þekkingu og reynslu. Sú þróun mun efla þessi vísindi hérlendis og hefur kallað á

stefnumótun í örtækni og nauðsynlega uppbyggingu á aðstöðu og tækjabúnaði.

Á Íslandi hefur þegar verið stofnað til sameiginlegs vettvangs þeirra sem hafa starfað eða hafa áætlanir um að starfa á sviði örtækni og skilgreint markmið þess vettvangs er að efla og ýta undir þróun örtækninnar hérlendis. Einn liður í þessari vinnu er að virkja félaga vettvangsins til stefnumótunar og leggja hana síðan fyrir nýtt vísinda og tækniráð til áframhaldandi vinnu. Hjálögð skýrsla er gerð í þessum tilgangi.

Reykjavík 8 október 2003.

Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.

Hilmar Janusson, Össur hf.

Ingólfur Þorbjörnsson, Iðntæknistofnun Íslands.

Kristinn Johnsen, Lyfjaþróun hf.

Snæbjörn Kristjánsson, Rannís

Sveinn Ólafsson, Háskóla Íslands


Leiðarkerfi


Slóðin þín:

Fréttir

Stjórnborð

English web Hamur fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Senda þessa síðu

Flýtileiðir