
UM EGK, MARKMIÐ OG STARFSEMI
Efnagreiningar Keldnaholti er frá 1. október 1998 samstarfsverkefni Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins .
Tilgangur
· Stunda þjónustumælingar og rannsóknir á sviði efnagreininga
· Sinna sérstaklega efnagreiningum á sviði landbúnaðar, iðnaðar og umhverfismála
· Byggja upp og viðhalda þekkingu á sviði efnagreininga
Markmið
· Niðurstöður okkar séu réttar, óhlutdrægar og sannreyndar og verkefni séu afgreidd innan ásættanlegra tímamarka
· Stofan hafi yfir að ráða góðum búnaði og hæfu starfsfólki til að sinna efnagreiningaverkefnum á sviði atómgleypnimælinga (AAS), rafgasljósgreininga (ICP), rafgasmassagreininga (ICP-TOFMS), háþrýstijónagreininga (HPLC IC) og spýtigreininga (FIA/SIA)
Gæðatrygging
Gæðastefna rannsóknastofu Efnagreininga Keldnaholti er að tryggja áreiðanleika og óhlutdrægni í mælingum og prófunum og í niðurstöðum þeirra. Í þessu skyni er lögð áhersla á að:
· Aðstaða og tækjabúnaður sé viðeigandi og búnaði vel við haldið og kvarðaður
· Kunnátta og færni starfsfólks sé nægileg og viðhaldið með þjálfun
· Viðeigandi mæliaðferðir séu notaðar, sannreyndar og uppfærðar þegar við á
· Til séu vottuð viðmiðunarsýni fyrir allar helstu greiningar
· Fullur rekjanleiki sé í skjalavistun og skráningarkerfi
· Starfsemi stofunnar uppfylli alþjóðlega staðla um starfsemi prófunarstofa og
færni sé prófuð með þátttöku í alþjóðlegum samanburðarmælingum
Forstöðumaður Efnagreininga Keldnaholti er Hermann Þórðarson.
Leit
Flýtileiðir
