Með nýsköpun að leiðarljósi - Metnaður okkar er að bjóða ávallt bestu þekkingu og færni á þeim sviðum sem við störfum á og að starfsmenn séu virkir í vísindum og rannsóknum og skapi þannig nýjar víddir í þágu íslensks atvinnulífs.
Áhugaverð útgáfa. Þekkingarsetur Iðntæknistofnunar hefur gefið út DVD disk með efni frá ráðstefnu sem haldin var 7. október sl. um straumlínustjórnun. Ráðstefnan var að mörgu leiti nýjung á þessu sviði þar sem fjallaði var um straumlínuhugsun í vöruþróun og nýsköpun en ekki um framleiðslu. Þekkingarsetrið er með vefsíðu um stjórnun og er þar frekari umfjöllun um straumlinustjórnun.
Átak til atvinnusköpunar Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið lýsir eftir umsóknum um styrki í verkefnið Átak til atvinnusköpunar. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar. Umsóknareyðublöð og frekar upplýsingar eru hér.